-
-
26 m
-4 m
0
10
20
40,33 km

Skoðað 298sinnum, niðurhalað 2 sinni

nálægt Talknafjordur, Vestfirðir (Lýðveldið Ísland)

Barðaströndin öll, frá Siglunesi að Seftjörn, er heilt maraþon (rúmir 42 km) og jafnvel meira ef farið er fyrir báða vaðlana, Haukabergsvaðal og Hagavaðal. Ég ráðlegg fólki að fara á vaði yfir Haukabergsvaðal - til þess þarf að vera á háfjöru, og á falli yfir Hagavaðal og þá þarf að vara innfyrir vaðalinn alveg upp að Krossholtum.

Líklega er þó best að fara Barðaströndina á 2. dögum, um 20 km á dag. Varast skyldi að fara á vaði yfir Hagavaðalinn því að þar geta verið sandbleytur og jafnvel erfitt að finna Steinbogavað sem er ágætt vað. Því er tryggast að fara innfyrir - jafnvel þó fjara sé. Á kotinu er farið um vað á Hagavaðli - ég mæli ekki með því.

Leiðin er löng og erfið þess vegna - ekki að öðru leyti nema þá ef um rötun fyrir Haukabergsvaðal væri að ræða - ef flóð er í vaðlinum, er best að fara veginn frá Klöppinni, gulu húsi beint undir Hreggstaða/Skriðnafellsnúpi.

Athugasemdir

    You can or this trail