Skoðað 816sinnum, niðurhalað 8 sinni
nálægt Sodulsholt, Vesturland (Lýðveldið Ísland)
Barnaborgarhraun og Barnaborg eru í Kolbeinsstaðahreppi, Snæfellsnessýslu. Þetta er úfið apalhraun frá nútíma, víða lyngi og kjarri vaxið, runnið frá Barnaborg, eldvarpi í miðju hrauninu. Skemmtilegt útivistarsvæði. Það er merki við veginn og bærilegt bílastæði. Nokkuð greiðfær og sæmilega merktur gönguslóði er upp að Barnaborg gegnum hraunið. Það er þó betra að vera fótviss. Þetta eru um 3 km hvora leið. Ég fór frekar greitt yfir í þetta sinn og var einn á ferð. Í fjölskylduferð væri gott að gefa sér ca. 2-3 klst í ferðina.
Athugasemdir