Elvar
482 47 0

Tími  14 klukkustundir 50 mínútur

Hnit 2955

Uploaded 29. maí 2017

Recorded maí 2017

-
-
1.363 m
-37 m
0
5,4
11
21,5 km

Skoðað 1790sinnum, niðurhalað 14 sinni

nálægt Kálfafellsstaður, Austurland (Lýðveldið Ísland)

Gengið í góðum hóp, samsettum af nýliðum, lengra komnum og tveim frábærum leiðsögumönnum. í upphafi var þoka sem leystis upp að mestu leiti er leið á daginn. Leiðin er með mjög fjölbreyttu landslagi fyrir fótinn, samsett af upp og niður príli á milli hjalla, sneiða yfir nokkuð bratta skorninga, malarskriður, snjór og mói. Hliðarhalli tæklaður yfir talsverða vegalengd sem reynir talsvert á. Það geta verð hættur á snjóflóðum og ber því að taka þá hættu alvarlega enda afleiðingar ófyrirsjáanlegar.

í þetta sinn reyndist snjórinn nokkuð blautur og hvert skref nokkuð þungt.
Þar sem veður gerðist gott og útsýni með besta móti hægðist á hópnum og stundarinnar notið mjög vel. Gengið er neðan við Kálfafellstind og sjá má ofaní Kálfafellsdal sem státar af mikilli fegurð. Frá tindinum má sjá í Kverkfjöll og Snæfell og mörg fjöll sem eru nær.

Niðurleiðin í dalinn gaf færi á að renna sér niður snjóbrekkur fyrir þá sem vildu eða að reyna að standa og láta snjóinn bera sig. Þegar við komum niður að snjólínu tóku við móar, skriður og hjallar. Vaða þurfti tvisvar yfir sömu ána, fyrra vaðið reyndist grunnt en náði að væta flesta skó. Seinna vaðið sem er talsvert neðar er mun vatnsmeira og náði flestum í læri. Þegar komið er niður úr brekkum er nokkura kílómetra ganga að upphafsstað. Allir komust heilir en lúnir að upphafsstað.

Athugasemdir

    You can or this trail