Niðurhal

Lengd

25 km

Heildar hækkun

1.126 m

Styrkleiki

Miðlungs

niður á móti

1.126 m

Max elevation

924 m

Trailrank

36

Min elevation

28 m

Trail type

Loop
  • mynd af Blikadalshringur og Hábunga Esju 25. apríl 14
  • mynd af Blikadalshringur og Hábunga Esju 25. apríl 14
  • mynd af Blikadalshringur og Hábunga Esju 25. apríl 14
  • mynd af Blikadalshringur og Hábunga Esju 25. apríl 14
  • mynd af Blikadalshringur og Hábunga Esju 25. apríl 14
  • mynd af Blikadalshringur og Hábunga Esju 25. apríl 14

Tími

7 klukkustundir 51 mínútur

Hnit

3276

Uploaded

14. maí 2014

Recorded

apríl 2014
Be the first to clap
Share
-
-
924 m
28 m
25,0 km

Skoðað 2038sinnum, niðurhalað 28 sinni

nálægt Grundarhverfi, Höfuðborgarsvæði (Lýðveldið Ísland)

Lagði bílnum rétt við Blikadalsána. Gekk meðfram Selgili og norðan við Melahnjúk og upp á Dýjadalshnjúk að norðanverðu. Sást þá vel í Hvalfjörðinn. Nokkuð bratt þar upp. Síðan var nokkuð létt ganga eftir fjallabrúnum. Aflíðandi hækkun var svo er gengið var á Hábungu Esju. Var það nokkur krókur á leiðinni. Færðin þangað var nokkuð erfið þar sem maður sökk í snjóinn. Síðan var gengið í átt að Kerhólakambi í snjó og þar var aftur hækkun. Þegar komið var niður af Kambshorninu var beygt til hægri/í norður til að komast fyrir Vallárdal og stefna tekin á Smáþúfur og upp á þær. Síðan var gengið á Arnarhamar og svo brúnin þrædd niður þar til hægt var að komast á jafnsléttu aftur að bílnum. Gangan var nokkuð löng en ekki erfið. Nokkur þoka var og því útsýni takmarkað. Logn var nánast alla gönguna, hlýtt og smá rigningarúði á köflum.

Athugasemdir

    You can or this trail