Niðurhal
Elvar
609 70 0

Fjarlægð

25,66 km

Heildar hækkun

1.930 m

Tæknilegir erfiðleikar

Erfitt

Lækkun

1.930 m

Hám. hækkun

1.098 m

Trailrank

35

Lágm. hækkun

74 m

Tegund leiðar

Hringur
  • Mynd af Botnsúlur - Allar
  • Mynd af Botnsúlur - Allar
  • Mynd af Botnsúlur - Allar
  • Mynd af Botnsúlur - Allar

Tími

13 klukkustundir 38 mínútur

Hnit

3067

Hlaðið upp

5. ágúst 2018

Tekið upp

ágúst 2018

Ítarlegar síur

Síaðu eftir skráningarmánuði eða degi. Sjáðu leiðir eingöngu frá fólki sem þú fylgir.

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Ítarlegar síur Ítarlegar síur
Vertu fyrst/ur til að klappa
Deila
-
-
1.098 m
74 m
25,66 km

Skoðað 1098sinnum, niðurhalað 26 sinni

nálægt Saurbaer, Höfuðborgarsvæði (Lýðveldið Ísland)

Syðstasúla - Miðsúla - Hásúla - Norðursúla - Vestursúla
Gengið frá Brynjudal
Tæknileg leið á köflum, frekar löng og sígur í að lokum, ekki heppileg fyrir byrjendur.
Brynjudalur er líklega ekki besti staðurinn til að hefja gönguna sökum mikils runnagróðurs og skorts á stígum. Erfitt reyndist að finna heppilega leið uppúr dalnum, Niðurkoman í dalinn var ekki betri, þó eru skráðar gönguleiðir á þessum slóðum. Ég mæli með byrjun í Botnsdal, en þar eru góðir stígar en helst skortur á bílastæðum.
Súlurnar fimm eru misaðgengilegar en Miðsúla og Hásúla er ekki fyrir fólk með lofthræðslu eða taugaveiklun

Syðstasúla
Leiðin liggur inn súludal upp í söðul milli Syðstusúlu og Miðsúlu. Leiðin er greiðfær að kalla í sumarfæri

Miðsúla
Hér þarf að klöngrast upp ógreiðfæran skorning, berggangur á hægri hönd og móberg á vinstri hönd, laus sandur og laust grjót, hætta á að grjót lendi á göngufélögum sem á eftir koma. Ekki mikið svigrúm fyrir mistök. Jafnvægi, snerpa og samhæfing skilyrði fyrir árangri.
Ekki er farið fram eftir egginni, Það er líklega hættulegt nema með viðeigandi þekkingu og búnaði. Niðurförin er brött og full ástæða til að fara varlega. Þessi leið innihélt snjó við endann á niðurgöngunni og Ísexi kom að góðum notum.

Háasúla
Tignarlegt fjall og stórkostlegt útsýni. Talsvert klöngur. Jafnvægi, einbeiting og smá áræðni skilar árangri.

Norðursúla
Engin vandræði að ganga að upp fjallið.

Vestursúla
Vandræðalaust að ganga frá Norðursúlu
Niðurgangan á köflum stórgrýtt og þarfnast jafnvægis.

Athugasemdir

    Þú getur eða þessa leið