Niðurhal
nonnio

Fjarlægð

2,66 km

Heildar hækkun

199 m

Tæknilegir erfiðleikar

Miðlungs

Lækkun

199 m

Hám. hækkun

276 m

Trailrank

28

Lágm. hækkun

230 m

Tegund leiðar

Hringur

Tími

ein klukkustund 3 mínútur

Hnit

253

Hlaðið upp

29. júlí 2021

Tekið upp

júlí 2021

Leita eftir svæði sem leið liggur um

Finndu leiðir sem liggja um valin svæði þín

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Leita eftir svæði sem leið liggur um Leita eftir svæði sem leið liggur um
Vertu fyrst/ur til að klappa
Deila
-
-
276 m
230 m
2,66 km

Skoðað 121sinnum, niðurhalað 0 sinni

nálægt Laugarvatn, Suðurland (Ísland)

Ég tók ákvörðun um að ganga á Brúarárskörð og Högnhöfða um daginn og fór að kynna mér réttu leiðina á staðinn.

Komst ég þá að því að hún er ekki einföld og í staðinn fyrir að lenda í því að villast hálfan göngudaginn ákvað ég að fara í könnunarleiðangur deginum áður.

Til glöggvunar ætla ég að skrifa smá leiðarlýsingu.
Beygt er af Laugarvatnsvegi(37) við bæinn Úthlíð og áfram fram hjá kirkjunni og neðan við fjósið á bænum. Tilfinningin er þarna að maður sé að villast því vegurinn sýnist vera botngata að fjósinu en beygir síðan upp með því hinu megin.
Þegar komið er upp með fjósinu er skylti á hægri hönd (sjá mynd) sem vísar veginn.
Aðeins ofar skiptist vegurinn heim að sumarbústöðum en afleggjarinn okkar er merktur Skarðsvegur.
Skarðsvegur er ekki fær fólksbílum en ágætlega háir jepplingar ættu að komast hann.
Þegar ofar dregur er farið í gegnum fallegan skóg og er vegurinn þar mjög grafinn og blautur í rigningum (drulla).
Eftir að hafa keyrt um 9 km. er beygt út af honum til vinstri, grasslóða inn á Höfðaflatir þar sem gangan hefst.

Þar sem ég var kominn alla leið ákvað ég að kíkja aðeins á Brúarárskörðin og gekk inn með gilinu.
Þar komst ég að því að lítill slóði liggur með Brúaránni inn gilið og upp skarðið en aðal gönguleiðin er upp á brúnunum fyrir ofan.

Mér fannst tilvalið að láta þessa stuttu leið hér inn því hún gæti verið góð viðbót við aðal gönguleiðina.
Varða

Brúarárskörð

  • Mynd af Brúarárskörð
  • Mynd af Brúarárskörð
  • Mynd af Brúarárskörð
  • Mynd af Brúarárskörð
  • Mynd af Brúarárskörð
  • Mynd af Brúarárskörð
Brúarárskörð

Athugasemdir

    Þú getur eða þessa leið