-
-
315 m
48 m
0
3,2
6,4
12,8 km

Skoðað 97sinnum, niðurhalað 5 sinni

nálægt Hafnarfjörður, Höfuðborgarsvæði (Lýðveldið Ísland)

Gengum hringleið og skoðuðum Búrfell (180 m), Búrfellsgjá, Húsfell (295 m), Valahnúka (205 m) og Helgafell (340 m). Fengum mjög gott veður í byrjun en við uppgöngu á Helgafell fengum við rigningarúða og dulúðlegt útsýni. Í lokin komum við í steinagallerí við hlíð Helgafells. Við hófum gönguna á bílastæði við Kaldárbotna í útivistarparadís Hafnfirðinga og tókum stefnuna á Búrfell í byrjun.
Búrfellið er eldborg og hraunið líklega um 8 þús. ára (sjá mynd). Hraunið rann amk á þremur stöðum til sjávar og við þekkjum það vel í Hafnarfirði. Húsfell og Helgafell eru móbergsstapar myndaðir á ísöld. Umhverfis Húsfell er úfið hraun og erfitt yfirferðar sem talið er að hafi runnið úr Rjúpnadyngjum líklega á tímabilinu 900-1400. Valahnúkar eru taldir elstir og á einum stað stóð að þeir væru 120 þús. ára gamlir.

Athugasemdir

    You can or this trail