Vertu fyrst/ur til að klappa
Skoðað 409sinnum, niðurhalað 24 sinni
nálægt Bolungarvík, Vestfirðir (Ísland)
Dagur 3 af fjórum. Gengið frá Hlöðuvík yfir svonefnt Kjaransskarð og yfir á Hesteyri. Fengum enn einn þvílíkt góðan veðurdag. Gangan yfir nokkuð drjúg eða yfir 17 km en frekar meinlaus og létt. Á Hesteyri beið okkar svo þvílík veislumáltíð að annað eins hefur vart sést úti í villtustu óbyggðum en þar var Hrólfur bróðir Hauks skipstjóra með veitingarekstur og átti sem sagt von á okkur.
Fengum frábærar móttökur á Hesteyri. Grillað lambalæri ásamt meðlæti. Héldum slúttið okkar hér þar sem hluti hópsins sigldi yfir til Bolungarvíkur þá um kvöldið... en hinn hlutinn ætlaði að ganga fjórða daginn yfir í Aðalvík og gisti því á Hesteyri í góðu yfirlæti... mjög góðu yfirlæti sem sagt.
Sérlega fallegur staður og frábær aðstaða í tveimur húsum. Stór pallur við sitt hvort húsið ásamt góðum sturtum og slíku. Fengum geggjað veður og kvöldin því dýrðleg.
Gengið frá Hlöðuvík upp í Kjaransvíkurskarð ... auðveld og falleg gönguleið á góðum degi í það minnsta.
Athugasemdir