• mynd af Eiríksjökull 20. júní 2020
  • mynd af Eiríksjökull 20. júní 2020
  • mynd af Eiríksjökull 20. júní 2020
  • mynd af Eiríksjökull 20. júní 2020
  • mynd af Eiríksjökull 20. júní 2020
  • mynd af Eiríksjökull 20. júní 2020

Moving time  7 klukkustundir 34 mínútur

Tími  10 klukkustundir 17 mínútur

Hnit 3957

Uploaded 20. júní 2020

Recorded júní 2020

-
-
1.636 m
340 m
0
5,5
11
21,83 km

Skoðað 17sinnum, niðurhalað 2 sinni

nálægt Ás, Vesturland (Ísland)

Ferðin var skipulögð á vegum FÍ með fararstjórn. Erfitt er að komast að jöklinum og þarf að fara illfæran fjallabílaslóða góðan spöl frá aðalvegi, að mestu gegnum Hallmundarhraunið, sem er helluhraun og rann líklega þarna skömmu eftir landnám.
Veðurútlitið var tvísýnt en þó var nokkuð öruggt að ekki yrði úrkoma. Við fengum ágætis útsýni í suðvestur og vestur bæði á leiðinni upp að jöklinum og á niðurleiðinni. Hins vegar fengum við þoku á jöklinum sjálfum og mikið rok er við gengum mesta brattann niður af stapanum.
Við þurftum að ganga um 3 km að rótum fjallsins og síðan tók við mesti brattinn á gilbarmi upp á stapann. Þá var gengið á eins konar hásléttu í grýttum malarruðningi að rótum jökulsins sjálfs. Eftir það var gengið á snjó í mátulegum gönguhalla upp á topp og var færið nokkuð gott í snjónum.
Ekki þurfti neinn jöklabúnað.
Leiðin er frekar torfarin og seinleg til gangs en hvergi príl eða klifur. Ætti því að vera flestum fær sem hafa hug, þrek og styrk í lagi, að því tilskildu að veður sé gott og rétt leið valin.

Athugasemdir

    You can or this trail