Vertu fyrst/ur til að klappa
Skoðað 85sinnum, niðurhalað 1 sinni
nálægt Grindavík, Suðurnes (Ísland)
Ég skellti mér í mína aðra göngu til að skoða eldgosið.
Ég lagði í hann frá Gíghæð, sama stað og ég fór síðast og gekk sömu leið, norðan Stóra-Skógfells og inn á Sandakraveg.
Þegar ég kom að Fagradalsfjalli gekk ég svolítið norður með því og lagði ekki á það fyrr en ég kom að gili sem gengur upp í fjallið sem kallað er Görn.
Samkvæmt ráðleggingum frá Agnari Guðmundssyni sem þekkir vel til á þessu svæði er þetta örugglega þægilegasta leiðin upp á fjallið, hvorki brött né grýtt.
Þetta er aðeins lengri leið en síðast en að sama skapi hefur gosið aukist til muna og er gangan milli gosstaða að lengja leiðina.
Athugasemdir