Niðurhal
hac 1

Fjarlægð

4,52 km

Heildar hækkun

272 m

Tæknilegir erfiðleikar

Erfitt

Lækkun

244 m

Hám. hækkun

456 m

Trailrank

34

Lágm. hækkun

194 m

Tegund leiðar

Ein leið

Hreyfitími

ein klukkustund 28 mínútur

Tími

2 klukkustundir 15 mínútur

Hnit

823

Hlaðið upp

12. júlí 2021

Tekið upp

júlí 2021

Senda í GPS tækið þitt

Sæktu leiðir frá Wikiloc beint á Garmin, Apple Watch eða Suunto.

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Senda í GPS tækið þitt Senda í GPS tækið þitt
Vertu fyrst/ur til að klappa
Deila
-
-
456 m
194 m
4,52 km

Skoðað 358sinnum, niðurhalað 6 sinni

nálægt Laugar, Norðurland Eystra (Ísland)

Geitafellshnjúkur með viðkomu við Nykurtjörn.

Bærinn Geitafell stendur undir Geitafellshnjúk í Reykjahverfi og var bærinn nokkuð afskekktur á árum áður. Þangað áttu ekki aðrir leið að vetrarlagi en Mývetningar og Laxdælir í kaupstaðarferðum.
Gönguleiðin upp á Geitafellshnjúk hefst við hliðið þar sem hægt er að komast upp fyrstu brekkuna. Þar er fallegt útsýni yfir Reykjahverfi og er gengið um móa og mela upp að hnjúknum. Hægt er að byrja hvar sem er en best er auðvitað að nota hliðið til þess að vernda girðingar. Fyrsta brekkan er brött og töluvert erfið en þegar upp hana er komið tekur við léttari ganga um mela. Upp á Geitafellshnjúk er útsýni yfir í Laxárdal og í átt að Hólasandi. Virkilega falleg gönguleið. Upp á toppnum er hringsjá og má sjá þar helstu staðarhætti. Við göngu á hnjúkinn er tilvalið að nýta tækifærið og ganga að Nykurskál þar sem Nykurtjörn stendur og njóta fegurðarinnar sem þar er. Gæta þarf varúðar að fara ekki beint niður af hnjúknum í átt að Nykurtjörn heldur skal labba hrygginn og fara töluvert langt í kring svo ekki verði slysahætta á að falla niður björgin. Gott er svo að enda gönguna með því að ganga hringinn í kringum Nykurskál og fara þar niður en þar er hlið í gegnum girðinguna.

Nykurtjörn er falin perla við Geitafellshnjúk en hún sést ekki frá veginum. Suðaustan við hnjúkinn eru björg og undir þeim er grösug brekka og þar er Nykurtjörn í Nykurskál. Hún er talin vera 11m djúp og vera forn sprengigígur.
Snorri Gunnlaugsson sem bjó á bænum Geitafelli í Reykjahverfi neðan við Geitafellshnjúk sagði að til væru sögur um Nykur sem hafðist við í vatninu. Snorri sagði að Nykurinn hefði komið á land og hafi verið líkur hesti en hafi haft klaufar í stað hófa.
Til eru sagnir af Nykri í þjóðsögunum og var hann helst að finna í vötnum, ám og jafnvel á sjó. Í útliti líktist hann helst hesti en var ekki bundinn við þau einkenni. Hann var oftast grár og stundum brúnn. Hófarnir snéru aftur, hófskeggin öfugt við það sem á venjulegum hestum var. Hann gat oft breytt sér snögglega á ýmsa vegu að eigin vild. Afkvæmi gat hann eignast en bara í vatni. Sagt er að þeir hestar sem leggjast niður þegar þeim er riðið eða þegar þeir bera bagga yfir vatnsföll sem vætir kvið þeirra séu afkvæmi Nykurs. Nykurinn heldur sig á landi við vötn og ár sem eru erfið yfirferðar og er hann þá spakur við bakkann og tælir menn til að ríða sér yfir. Þeir sem hafa farið á bak honum dregur hann með sér niður í vatnið. Nykur þolir ekki að heyra nafn sitt né heldur neitt nafn sem líkist nafninu hans, þá tekur hann viðbragð og hleypur ofan í vatnið.
Sögur af nykrum eru út um allt land og í hverjum landshluta eru sagnir af nykri í straumharðri á eða við vötn.
Nykurtjörn tengist einnig huldufólk sögnum en til eru sagnir af huldufólki sem hrelldu ábúendur á Hvammi í Laxárdal. Þegar maður sem sat heima meðan heimilisfólk brá sér til messu á jólanótt hafði horfið tvær jólanætur í röð vildi enginn vera heima þá þriðju nema einn maður sem bauð sig fram. Eftir að fólkið var farið til messu fór hann að heyra umgang og ákvað hann að slökkva ljósið og troða sér milli þils og veggjar. Huldufólkið fullvissaði sig um að enginn væri heima og upphóf veislu mikla. Stökk þá maðurinn undan þilinu og varð huldufólkinu svo illt við að það þaut út og tók beina stefnu að Nykurskál við Geitafellshnjúk og hverfur þar inn í klappir. Eftir þetta var ávallt friður á bænum og fékk bærinn nafnið Kasthvammur upp frá þessu vegna þess ægilega kasts sem huldufólkið tók frá veisluhöldunum.
Mynd

Byrjun

 • Mynd af Byrjun
Hægt er að leggja bílnum á stóru útskoti. Ganga þarf talsverða leið að hliði sem hægt er að opna. Annars er hægt að ganga beint upp og fara yfir girðinguna.
Mynd

Gengið að hliðinu

 • Mynd af Gengið að hliðinu
Mynd

Reykjarhverfi

 • Mynd af Reykjarhverfi
Séð inn Reykjarhverfi í átt að Langavatni.
Mynd

Í átt að Hólasandi

 • Mynd af Í átt að Hólasandi
Kísilvegur um Hólasand.
Mynd

Reykjardalur

 • Mynd af Reykjardalur
Upp á fyrstu hæð séð út Reykjardalinn
Mynd

Geitafellshnjúkur í fjarska

 • Mynd af Geitafellshnjúkur í fjarska
Mynd

Séð niður í Aðaldal

 • Mynd af Séð niður í Aðaldal
Mynd

Laxárdalur inn úr Aðaldal

 • Mynd af Laxárdalur inn úr Aðaldal
Mynd

Geitafellshnjúkur

 • Mynd af Geitafellshnjúkur
 • Mynd af Geitafellshnjúkur
 • Mynd af Geitafellshnjúkur
Á toppi Geitafellshnjúks er hringsjá. Rosalegt útsýni yfir dali og svæðið í heild.
Mynd

Aðkoma að Nykurtjörn

 • Mynd af Aðkoma að Nykurtjörn
Mynd

Nykurtjörn

 • Mynd af Nykurtjörn
Mynd

Útsýni upp Hólasand

 • Mynd af Útsýni upp Hólasand
Mynd

Nykurtjörn

 • Mynd af Nykurtjörn
Mynd

Nykurtjörn

 • Mynd af Nykurtjörn
Mynd

Nykurtjörn

 • Mynd af Nykurtjörn
Mynd

Nykurtjörn

 • Mynd af Nykurtjörn
Mynd

Nykurtjörn

 • Mynd af Nykurtjörn
Mynd

Nykurtjörn

 • Mynd af Nykurtjörn
Mynd

Hlið við enda leiðar

 • Mynd af Hlið við enda leiðar
Kemur niður á þjóðveginn.

Athugasemdir

  Þú getur eða þessa leið