Vertu fyrst/ur til að klappa
Skoðað 795sinnum, niðurhalað 39 sinni
nálægt Grindavík, Suðurnes (Ísland)
Gengið frá bílastæðinu norðan megin við Grindarvíkurafleggjara gengt Bláa lóninu.
Hraunið er leiðinlegt yfirferðar og komu tveir göngustafir sér vel.
Þegar ég kom að Fagradalsfjalli var ég í vafa hvar ég átti að ganga upp og hefði getað valið betri leið, ég sá á sama tíma fólk fara sunnar upp á fjallið og var lítill tímamunur á því er það er klárlega léttari leið.
Niðurleiðin af fjallinu er að nokkru leiti niður skriður sem bar mig mjög þægilega eitt og eitt skref lengra. Þegar ég gekk hraunið til baka að bílastæðinu var myrkur og hausljós kom að góðum notum.
Athugasemdir