Niðurhal
Toppfarar

Fjarlægð

7,14 km

Heildar hækkun

31 m

Tæknilegir erfiðleikar

Auðvelt

Lækkun

31 m

Hám. hækkun

20 m

Trailrank

34

Lágm. hækkun

4 m

Tegund leiðar

Hringur
  • Mynd af Geldinganes í Reykjavík 081019
  • Mynd af Geldinganes í Reykjavík 081019
  • Mynd af Geldinganes í Reykjavík 081019
  • Mynd af Geldinganes í Reykjavík 081019
  • Mynd af Geldinganes í Reykjavík 081019
  • Mynd af Geldinganes í Reykjavík 081019

Tími

2 klukkustundir 10 mínútur

Hnit

438

Hlaðið upp

12. desember 2019

Tekið upp

október 2019

Búðu til leiðalistar

Flokkaðu leiðirnar sem þér líkar við í lista og deildu þeim með vinum þínum.

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Búðu til leiðalistar Búðu til leiðalistar
Deila
-
-
20 m
4 m
7,14 km

Skoðað 251sinnum, niðurhalað 4 sinni

nálægt Mosfellsbær, Höfuðborgarsvæði (Ísland)

Þriðjudagsæfing. Mjög falleg leið meðfram sjónum allan tímann allan hringinn. Smá Hornstrandafílíngur á köflum. Kominn slóði að mestu en stórgrýtt að norðanverðu. Gulls ígildi þessi leið fyrir hundaeigendur sem vilja njóta einir í heiminum og utanvegahlaupara sem vilja brölta og vilja þurfa að gæta hvers skrefs nokkra kílómetra. Blautt á köflum, sérstaklega að vetri og voru en þurrt og gott að hausti og á þurru sumri.

Farið þessa leið nokkrum sinnum með hópinn áður. Ætlum að fara þessa leið árlega með Toppfara þar til þetta svæði byggist upp sem gerist því miður líklega einn daginn... Fengið alls kyns veður á þessari leið en aldrei sólarlagið beint í æð með hópnum en það eru ólýsanlegir töfrar ef maður er staddur á nesinu þegar sólin sest á hafflötinn...

Ath að þó þetta sé "í byggð" þá er fljótt að verða varasamt norðan megin ef það kemur myrkur eða skellur á með hríð og maður er ekki rétt búinn, þetta eru "óbyggðir" þó stutt sé í borgina.

Ferðasagan hér:

http://www.fjallgongur.is/aefingar/50_aefingar_okt_des_2019.htm

Athugasemdir

    Þú getur eða þessa leið