Skoðað 352sinnum, niðurhalað 26 sinni
nálægt Skogar, Suðurland (Ísland)
Halldórsgil - Sveinsgil - Græni hryggur - Hryggurinn milli gilja - Sveinsgil - Halldórsgil.
Það var mjög heitt í veðri miðað við árstíma og árnar mjög vatnsmiklar. Óðum árnar í Sveinsgili upp að mjöðmum. Vorum að hugsa um að fara niður í Jökulgil, Uppgönguhrygg, Skalla og niðrí Landmannalaugar en var ráðlagt að fara ekki yfir ána í Jökulgili því hún væri svo straumþung. Þessi hringur er frábær leið til að sjá Græna hrygg og gilin þarna í kring. Fengum æðislegt útsýni af Hryggnum milli gilja. Mæli með.
Athugasemdir