Niðurhal

Fjarlægð

5,79 km

Heildar hækkun

367 m

Tæknilegir erfiðleikar

Miðlungs

Lækkun

367 m

Hám. hækkun

540 m

Trailrank

24

Lágm. hækkun

223 m

Tegund leiðar

Hringur
  • Mynd af Grímannsfell frá Bríngum

Tími

2 klukkustundir 13 mínútur

Hnit

828

Hlaðið upp

28. nóvember 2020

Tekið upp

nóvember 2020

Búðu til leiðalistar

Flokkaðu leiðirnar sem þér líkar við í lista og deildu þeim með vinum þínum.

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Búðu til leiðalistar Búðu til leiðalistar
Vertu fyrst/ur til að klappa
Deila
-
-
540 m
223 m
5,79 km

Skoðað 573sinnum, niðurhalað 9 sinni

nálægt Mosfellsbær, Höfuðborgarsvæði (Ísland)

Grímannsfell - Leiðarlýsing fengin frá Tindaáskornum Mosverja
Bringur - Grímannsfell - Bringur
Lengd göngu og hæð tinds
Leiðin sem hér er lýst er styðsta
gönguleiðin á Grimannsfell. 5,4 km
báðar leiðir, fram og til baka.. Þá er
ekinn Þingvallavegur til austurs, farin
afleggjari áleiðis að Bringum og
bílnum lagt á bílastæði þar.
Hæsti tindur Gímannsfells er Stórhóll,
484 m og hærra verður ekki komist í
Mosfellsbæjarlandi. (Svo er einnig
Hjálmurinn sem er 454 m.)
Lýsing leiðarinnar
Bílnum er lagt á bílastæðinu við
Bringur og göngustíg fylgt sem leið
liggur að Helgufossi. Helgufoss er
fallegur foss í Köldukvísl sem rennur
vestur með Grímannsfelli, fram hjá
Gljúfrasteini og til ósa í Leiruvogi.
Bringur er fólkvangur og gaman að
skoða sig um. Leiðin liggur þaðan að Helgufossi sem er sérlega skemmtilega staðsettur og má þar m.a. finna álfaklett
sem börn hafa gaman af að skoða. Gönguleiðin okkar er stikuð og leið sem liggur upp með ánni til austurs. Nokkru
fyrir ofan Helgufoss er göngubrú þar sem komast má yfir ána og við taka brekkur áleiðis upp á tindinn. Efsti
hnjúkurinn heitir Stórhóll og er austast á Grímannsfelli.
Efst á Stórhól er víðsýnt til allra átta. Í góðu skyggni má jafnvel sjá inná hálendi landsins og austur til Heklu og
Eyjafjallajökuls. Fellið skiptist í tvær tungur, Flatafell að norðan verðu og Hjálm að sunnan verðu. Hægt er að ganga
niður báðar tungurnar en töluverður bratti er að ganga niður þær leiðir en vel þess virði fyrir þá sem það kjósa. Þeir
sem þar koma niður fá líka að njóta þess að ganga Helgadalinn, koma við á Gljúfrasteini og ef vilji er til klára hringleið
með því að ganga aftur upp með Köldukvísl alla leið að Bringum. Sú leið er um 14 km. Leiðina má líka byrja og enda
við Gljúfrastein en þar var heimili Nóbelskáldsins Halldórs Laxness og konu hans Auðar. Þar má í dag finna safn um
ævi og verk Halldórs. Þá er hægt að ganga stikaða gönguleið upp með Köldukvísl að Helgufossi og svo upp fellið og
áfram vestur af fjallinu áleiðis til baka að Gljúfrasteini.

Athugasemdir

    Þú getur eða þessa leið