Niðurhal
Toppfarar

Fjarlægð

4,86 km

Heildar hækkun

519 m

Tæknilegir erfiðleikar

Erfitt

Lækkun

519 m

Hám. hækkun

1.287 m

Trailrank

25

Lágm. hækkun

764 m

Tegund leiðar

Hringur
 • Mynd af Hágöngur syðri 130721 könnunarleiðangur þjálfara
 • Mynd af Hágöngur syðri 130721 könnunarleiðangur þjálfara
 • Mynd af Hágöngur syðri 130721 könnunarleiðangur þjálfara
 • Mynd af Hágöngur syðri 130721 könnunarleiðangur þjálfara
 • Mynd af Hágöngur syðri 130721 könnunarleiðangur þjálfara
 • Mynd af Hágöngur syðri 130721 könnunarleiðangur þjálfara

Tími

2 klukkustundir 9 mínútur

Hnit

742

Hlaðið upp

21. ágúst 2021

Tekið upp

júlí 2021

Ítarlegar síur

Síaðu eftir skráningarmánuði eða degi. Sjáðu leiðir eingöngu frá fólki sem þú fylgir.

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Ítarlegar síur Ítarlegar síur
Vertu fyrst/ur til að klappa
4 ummæli
Deila
-
-
1.287 m
764 m
4,86 km

Skoðað 103sinnum, niðurhalað 2 sinni

nálægt somewhere (World)

Könnunarleiðangur þjálfara á Hágöngur. Sáum góða leið á Nyrðri Hágöngur sem eru nokkuð innar þegar ekið er að Hágöngunum en þar sem ekkert var vitað af göngum á Syðri Hágöngur á veraldarvefnum og lítið um svör frá fólki í kringum okkur, ákváðum við að ganga á Syðri til að finna góða leið.

Fjallið er mjög bratt á alla vegu en líklega skást þar sem við fórum upp. Okkur leist ágætlega á leiðina til að byrja með, þetta er mjög stutt aðkoma og uppgangan hefst fljótlega. Leiðin lítur ágætlega út og virðist vel fær neðan frá að sjá en leyndi svona vel á sér því miður. Ágætis yfirferð til að byrja með í mosagrónum grýti en svo eykst brattinn og lausagrjótið verulega þegar ofar kemur. Við völdum leið meðfram kletti sem stingst út suðvestan megin og virtist ófært með öllu annars staðar en þarna er ávöl renna sem við sáum að hægt var að fara upp um. Lausgrýtið eykst mikið þegar ofar var komið og grjóthrunið var verulegt. Hundurinn Batman sneri við sem hann gerir aldrei og virtist ekki vilja fara upp enda loppurnar hans fljótar að kremjast í grjóthruninu. Örn endaði á að fara einn upp og Bára sneri við þar sem heilsan leyfði ekki mikla glæfraför og okkur leist það illa á leiðina. Batman elti þá Örn áfram upp en þeir voru báðir í miklum vandræðum og engum leist á blikuna. Upp fór Örninn alla leið á hæsta tind, en uppi virtist móta fyrir gíg (lægð) þar sem stór snjóskafl lá í) og rís þá hæsti tindur í gígbarminum en þar var varða svo fleiri hafa farið þarna upp sem var gaman að komast að.

Örn fór sömu leið niður og voru þeir félagar í heilmiklum vandræðum þó ýmsu væru þeir vanir. Niðurstaðan var sú að þessi leið hentar engan veginn fyrir hóp af fólki saman þar sem grjóthrunið er það mikið í brattanum og lausgrýtinu en örfáir saman, mjög vanir og öruggir geta farið þetta og gæta þá að sér.

Magnað landslag þarna og sérstaklega hátíðlegt að vera við rætur beggja Hágangna sem við höfum mænt á árum saman og langað lengi að ganga á. Það er þess virði að keyra alla leið að Hágöngum og njóta návistar þeirra þó maður gangi ekki upp á tinda þeirra, slík er áhrifamikil fegurðin á þessu hrjóstruga stað með Bárðarbungu, Hofsjökul o.m.fl. allt í kring.

Við munum fara með Toppfara á Nyrðri Hágöngur og jafnvel þá Syðri ef einhverjir treysta sér, þegar tími gefst til, en ferðin sem átti að vera í lok júlí 2021 (og þessi könnunarleiðangur var fyrir) féll því miður niður vegna veðurs.

Réttmæt athugasemd var gerð við að nota fleirtöluorðið "Hágöngur" í stað Nyrðri og Syðri Háganga sem hljómar einmitt betur, en til þess að slóðin komi upp við leit að "Hágöngum" þá ætlum við að hafa fleirtöluorðið áfram en hugsanlega breyti ég því síðar. Best að hafa þetta alltaf sem réttast. Svo takk fyrir góða athugasemd.

4 ummæli

 • Mynd af Ingibjörg Sveinsdóttir

  Ingibjörg Sveinsdóttir 14. mar. 2022

  Ég þekki vel til á þessu svæði og hef tvisvar gengið á Syðri-Hágöngu, svipaða leið og þið hafið farið. Hágöngurnar eru mín uppáhalds fjöll og mig langar að biðja þig að tala um Hágöngur þegar fjallað er um báðar saman eða Syðri-Hágöngu og Nyrðri-Hágöngu, en það eru réttu nöfnin á þeim.

 • Mynd af Toppfarar

  Toppfarar 14. mar. 2022

  Takk, gott að vita. Ég vildi hitt svo slóðin komi upp við leitina að orðinu "Hágöngur". Lendi sjálf í að ef nafnið er ekki nákvæmlega orðað þá kemur það ekki upp við leit á wikiloc. Set þetta í textann og prófa hvort þetta komi upp við leit.

 • Mynd af Toppfarar

  Toppfarar 14. mar. 2022

  "Valdi" en ekki "vildi"... leiðréttingarforritið alltaf að breyta textanum 🤣

 • Mynd af Johanna M Didriksdottir

  Johanna M Didriksdottir 1. jún. 2022

  Gott að vita þetta Bára, takk fyrir þessa lýsingu❤️

Þú getur eða þessa leið