Niðurhal

Fjarlægð

15,73 km

Heildar hækkun

755 m

Tæknilegir erfiðleikar

Erfitt

Lækkun

809 m

Hám. hækkun

977 m

Trailrank

39

Lágm. hækkun

591 m

Tegund leiðar

Ein leið
  • Mynd af Hattver-Grænihryggur-Landmannalaugar 27. júlí 2019
  • Mynd af Hattver-Grænihryggur-Landmannalaugar 27. júlí 2019
  • Mynd af Hattver-Grænihryggur-Landmannalaugar 27. júlí 2019
  • Mynd af Hattver-Grænihryggur-Landmannalaugar 27. júlí 2019
  • Mynd af Hattver-Grænihryggur-Landmannalaugar 27. júlí 2019
  • Mynd af Hattver-Grænihryggur-Landmannalaugar 27. júlí 2019

Tími

11 klukkustundir 15 mínútur

Hnit

3902

Hlaðið upp

22. júní 2020

Tekið upp

júlí 2019

Veðurspá

Frábær vísbending til að hjálpa þér að velja útivistarbúnað og fatnað!

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Veðurspá Veðurspá
Vertu fyrst/ur til að klappa
Deila
-
-
977 m
591 m
15,73 km

Skoðað 1972sinnum, niðurhalað 60 sinni

nálægt Skogar, Suðurland (Ísland)

Ferð á vegum FÍ. Gangan hófst á föstudegi í Landmannalaugum í suðaustan roki og rigningu, með allt á bakinu. Gengið var um Brennisteinsöldu og upp að Stórahver eins og gert er í byrjun Laugavegsgöngu. Stefnan var síðan tekin ofan í Jökulgil um fjárgötur á barmi hrikalegra og litríkra Hamragilja. Örlítið stytti upp annað slagið svo nokkrar þokkalegar myndir náðust. Tjaldað var á eyrinni í Hattveri. Laugardaginn 27. júlí vöknuðu menn blautir og hraktir. Tjöldin héldu illa vatni. Veðrið fór versnandi (meira rok og stöðug rigning) og spáin var áfram slæm. Því var ákveðið að skoða það helsta á einum degi, sem átti að taka tvo daga og ganga samdægurs aftur til Landmannalauga. Þetta reyndist langur og blautur dagur en mjög eftirminnilegur. Náttúruundur Græna hryggjar var skoðað og vaðið yfir Jökulgilskvísl við furðumyndir Þrengsla. Magnað svæði og fáfarið enda erfitt að komast þarna að. Eftir að tjöldin voru tekin upp í Hattveri var genginn upp hinn mjói Uppgönguhryggur með litrík og hrikaleg gil á báða bóga. Gengum í hlíð Skalla, eins besta útsýnisfjalls að Fjallabaki en stóðum varla fyrir roki og regni. Gengið var eftir Laugabarmi og komið í Landmannalaugar eftir rúmlega 11 tíma göngu.

Athugasemdir

    Þú getur eða þessa leið