Niðurhal

Fjarlægð

16,77 km

Heildar hækkun

282 m

Tæknilegir erfiðleikar

Auðvelt

Lækkun

803 m

Hám. hækkun

542 m

Trailrank

32

Lágm. hækkun

7 m

Tegund leiðar

Ein leið
  • Mynd af Haukabergs-Hrísnes-og Miðhlíðardalur 28. sept. 12
  • Mynd af Haukabergs-Hrísnes-og Miðhlíðardalur 28. sept. 12
  • Mynd af Haukabergs-Hrísnes-og Miðhlíðardalur 28. sept. 12
  • Mynd af Haukabergs-Hrísnes-og Miðhlíðardalur 28. sept. 12
  • Mynd af Haukabergs-Hrísnes-og Miðhlíðardalur 28. sept. 12
  • Mynd af Haukabergs-Hrísnes-og Miðhlíðardalur 28. sept. 12

Tími

5 klukkustundir 6 mínútur

Hnit

2383

Hlaðið upp

23. nóvember 2013

Tekið upp

september 2012

Rakning í Beinni

Deildu staðsetningu þinni með vinum og ástvinum meðan á hreyfingu stendur.

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Rakning í Beinni Rakning í Beinni
Vertu fyrst/ur til að klappa
5 ummæli
Deila
-
-
542 m
7 m
16,77 km

Skoðað 1461sinnum, niðurhalað 6 sinni

nálægt Brekkuvellir, Vestfirðir (Lýðveldið Ísland)

Gangnaleið í smalamennskum á Barðaströnd 28. sept. 2012. Gengið var frá fjarskiptamastri á Kleifaheiði norðan vegar. Í fyrstu hrjóstrugt land og mikið af grjóti. Gengnir Vatnadalir og horft í átt til Þröskulda, Haukabergsfells, Þórðarhyrnu og Hagatöflu í austri. Í suðvestur séð í Skarðabrún og Napa. Einnig Mávaskorarnúp, Siglárskörð og nær Skriðnafellsnúp/Hreggstaðanúp. Síðan var gengið í Katla suðvestan undir Haukabergsfellinu og þar upp með gili upp á brún og kindur eltar sem þangað leituðu. Þá blasti við Hrísnesnúpur í suðri. Náðist að komast fyrir ærnar og beina þeim niður Hrísnesdalinn en þær vildu leita yfir á Miðhlíðarfjallið eða í áttina að Hagatöflu og Fossdal.Gljúfur Hrísnesárinnar og fossarnir í ánni þar sem Selkollufoss er drottning fossanna eru faldar gersemar, sem ferðamenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Hjallinn og Núpurinn mynda einstaka heild ofan við bæinn Hrísnes. Féð var svo rekið inn fjöruna í girðingu fyrir neðan Litluhlíð.

5 ummæli

Þú getur eða þessa leið