Niðurhal

Heildar hækkun

282 m

Styrkleiki

Auðvelt

niður á móti

803 m

Max elevation

542 m

Trailrank

32

Min elevation

7 m

Trail type

One Way
 • mynd af Haukabergs-Hrísnes-og Miðhlíðardalur 28. sept. 12
 • mynd af Haukabergs-Hrísnes-og Miðhlíðardalur 28. sept. 12
 • mynd af Haukabergs-Hrísnes-og Miðhlíðardalur 28. sept. 12
 • mynd af Haukabergs-Hrísnes-og Miðhlíðardalur 28. sept. 12
 • mynd af Haukabergs-Hrísnes-og Miðhlíðardalur 28. sept. 12
 • mynd af Haukabergs-Hrísnes-og Miðhlíðardalur 28. sept. 12

Tími

5 klukkustundir 6 mínútur

Hnit

2383

Uploaded

23. nóvember 2013

Recorded

september 2012
Be the first to clap
5 comments
Share
-
-
542 m
7 m
16,77 km

Skoðað 1348sinnum, niðurhalað 6 sinni

nálægt Brekkuvellir, Vestfirðir (Lýðveldið Ísland)

Gangnaleið í smalamennskum á Barðaströnd 28. sept. 2012. Gengið var frá fjarskiptamastri á Kleifaheiði norðan vegar. Í fyrstu hrjóstrugt land og mikið af grjóti. Gengnir Vatnadalir og horft í átt til Þröskulda, Haukabergsfells, Þórðarhyrnu og Hagatöflu í austri. Í suðvestur séð í Skarðabrún og Napa. Einnig Mávaskorarnúp, Siglárskörð og nær Skriðnafellsnúp/Hreggstaðanúp. Síðan var gengið í Katla suðvestan undir Haukabergsfellinu og þar upp með gili upp á brún og kindur eltar sem þangað leituðu. Þá blasti við Hrísnesnúpur í suðri. Náðist að komast fyrir ærnar og beina þeim niður Hrísnesdalinn en þær vildu leita yfir á Miðhlíðarfjallið eða í áttina að Hagatöflu og Fossdal.Gljúfur Hrísnesárinnar og fossarnir í ánni þar sem Selkollufoss er drottning fossanna eru faldar gersemar, sem ferðamenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Hjallinn og Núpurinn mynda einstaka heild ofan við bæinn Hrísnes. Féð var svo rekið inn fjöruna í girðingu fyrir neðan Litluhlíð.

5 comments

 • mynd af Þórður G Ólafsson

  Þórður G Ólafsson 23. nóv. 2013

  Mynd tekin úr Vatnadölum og horft í austur að Haukabergsfelli til vinstri og Hagatöflu sem trónir hæst á miðri mynd. Þar töluvert neðar sést í gil þar sem Katlarnir eru. https://is.wikiloc.com/fjallaferd-slodir/haukabergs-hrisnes-og-midhlidardalur-28-sept-12-5671463/photo-3012307

 • mynd af Þórður G Ólafsson

  Þórður G Ólafsson 23. nóv. 2013

  Mynd tekin við Katlana og í fjarska í suðvestri sést vel í Siglárskörðin og Mávaskorarnúp. Nær er Skriðnafellsnúpur og Haukabergsvaðall. Yfirleitt er töluvert fé í Kötlunum. https://is.wikiloc.com/fjallaferd-slodir/haukabergs-hrisnes-og-midhlidardalur-28-sept-12-5671463/photo-3012308

 • mynd af Þórður G Ólafsson

  Þórður G Ólafsson 23. nóv. 2013

  Horft niður Miðhlíðar- og Hrísnesdalinn. https://is.wikiloc.com/fjallaferd-slodir/haukabergs-hrisnes-og-midhlidardalur-28-sept-12-5671463/photo-3012310

 • mynd af Þórður G Ólafsson

  Þórður G Ólafsson 23. nóv. 2013

  Féð rennur vel niður Hrísnesdalinn. https://is.wikiloc.com/fjallaferd-slodir/haukabergs-hrisnes-og-midhlidardalur-28-sept-12-5671463/photo-3012311

 • mynd af Þórður G Ólafsson

  Þórður G Ólafsson 23. nóv. 2013

  Hrísnes, Hjallinn og Hrísnesnúpurinn. Vel sést upp á Hnausa, yfir í Krókbrekkur og að gljúfri Selkollufoss í Hrísnesánni. https://is.wikiloc.com/fjallaferd-slodir/haukabergs-hrisnes-og-midhlidardalur-28-sept-12-5671463/photo-3012313

You can or this trail