Niðurhal

Fjarlægð

12,49 km

Heildar hækkun

738 m

Tæknilegir erfiðleikar

Miðlungs

Lækkun

726 m

Hám. hækkun

724 m

Trailrank

40

Lágm. hækkun

2 m

Tegund leiðar

Ein leið
  • Mynd af Héðinsfjörður-Víkurbyrða- Hvanndalir 7. júlí 12
  • Mynd af Héðinsfjörður-Víkurbyrða- Hvanndalir 7. júlí 12
  • Mynd af Héðinsfjörður-Víkurbyrða- Hvanndalir 7. júlí 12
  • Mynd af Héðinsfjörður-Víkurbyrða- Hvanndalir 7. júlí 12
  • Mynd af Héðinsfjörður-Víkurbyrða- Hvanndalir 7. júlí 12
  • Mynd af Héðinsfjörður-Víkurbyrða- Hvanndalir 7. júlí 12

Tími

7 klukkustundir 5 mínútur

Hnit

2353

Hlaðið upp

23. nóvember 2013

Tekið upp

júlí 2012

Leiðsögn úti í náttúrunni

Fylgdu milljónum útisvistarleiða í snjallsímanum. Jafnvel án nettengingar!

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Leiðsögn úti í náttúrunni Leiðsögn úti í náttúrunni
Vertu fyrst/ur til að klappa
6 ummæli
Deila
-
-
724 m
2 m
12,49 km

Skoðað 3415sinnum, niðurhalað 49 sinni

nálægt Vík, Norðurland Eystra (Lýðveldið Ísland)

Gengið var í rólegheitum yfir í Hvanndali í blíðskaparveðri. Bílnum var lagt á bílastæðinu í Héðinsfirði um kl. 15.15 og síðan gengið meðfram Héðinsfjarðarvatninu að austanverðu. Fyrst framhjá eyðibýlinu Vatnsenda og er nokkuð greinilegur stígur meðfram vatninu og yfir að eyðibýlinu Vík. Fjöllin á hægri hönd upp frá hlíðinni eru Vatnsendahnjúkur, Steinneshnjúkur og svo Víkurhyrna sunnan Víkurdalsins.Vatnsendaskál og Steinnesskál á milli fjalla. Vestan megin við mitt vatnið blasir Hestskarðið. Víkursandur skilur svo vatnið frá firðinum. Eftir viðkomu í Vík var Víkuráin vaðin. Farið var að hluta yfir Víkurhólana og þá tók við nokkuð brött hlíðin upp Víkurbyrðuna. Hægt hefði verið að fara aðeins utar (norðvestar) og þá í heldur minni bratta. Er ofarlega dró var komið á nokkuð greinilegan slóða sem lá upp í skarðið við Vestaravik (um 800 m hækkun) . Þar er lítil varða. Hvanndalabyrða á vinstri hönd og Víkurbyrða á hægri hönd og kl. 20.00. Gríðar mikið útsýni var þar en nokkur vindur. Er gengið var niður Vestaravikið tóku við langar snjóbreiður. Hvergi vandamál að ganga þessa leið. Klettabelti var á leiðinni og var farið vinstra megin (norðan) við það. Austaravik blasti við á móti áður en beygt var í norður og út Hvanndali. Torsótt var um tíma að ganga vestan megin við ána í grónum grjótskriðum og þýfðu landi og náði gróðurinn víða upp fyrir hné. Auðveldara hefði líklega verið að fara suður fyrir ána og ganga niður dalina þeim megin. Er nær dró sjónum bar meira á lyngi, víði og ýmsum gróðri í blóma. Rekist var meðal annars á illa farið geitungabú. Nálægt sjávarbakkanum stendur þrifalegt skýli Slysavarnarfélagsins og þangað var komið um 21.50. Sjávarbakkinn er um 30 m hár og illkleifur nema í tveimur keðjum sem liggja niður í fjöruna. Yndislegt var að leggja sig þarna til hvílu, í fyrrum afskekktustu byggð landsins, í kyrrð og með sólarlagið í norðvestri.

6 ummæli

Þú getur eða þessa leið