Niðurhal

Fjarlægð

7,06 km

Heildar hækkun

329 m

Tæknilegir erfiðleikar

Miðlungs

Lækkun

329 m

Hám. hækkun

346 m

Trailrank

31

Lágm. hækkun

71 m

Tegund leiðar

Hringur
  • Mynd af Helgafell
  • Mynd af Helgafell
  • Mynd af Helgafell
  • Mynd af Helgafell
  • Mynd af Helgafell

Tími

3 klukkustundir 27 mínútur

Hnit

729

Hlaðið upp

30. janúar 2021

Tekið upp

janúar 2021

Ítarlegar síur

Síaðu eftir skráningarmánuði eða degi. Sjáðu leiðir eingöngu frá fólki sem þú fylgir.

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Ítarlegar síur Ítarlegar síur
Vertu fyrst/ur til að klappa
Deila
-
-
346 m
71 m
7,06 km

Skoðað 76sinnum, niðurhalað 1 sinni

nálægt Hafnarfjörður, Höfuðborgarsvæði (Ísland)

Haldið verður á Helgafell í Hafnarfirði á laugardagsmorgun 30. janúar. Mæting á uppgöngustað, skammt frá Kaldárseli, kl. 09:00 en 08:40 í Mörkinni þaðan sem haldið verður í röð. Gengið verður svonefnda Riddaraleið. Farið er hefðbundna leið upp fjallið um gil og sandstein en, ef aðstæður leyfa, niður að fjallabaki þar sem Riddarinn er. Þar er að finna gatstein sem heillað hefur marga. Hópurinn mun skoða það náttúrufyrirbæri og jafnvel fara í gegnum gatið. Á bakaleiðinni verður farið um hraun og skóga þar til komið verður að bílastæðinu aftur.
Helgafell er af mörgum talið eitt fegursta og fjölbreyttasta fell landsins. Á göngunni mun fólk kynnast undurfagurri náttúru svæðisins. Þá verður fræðsla um jarðfræði svæðisins, Haukurinn tekinn og sungið einkennislag hópsins.
Mæting er á uppgöngustað, skammt frá Kaldárseli hvaðan er haldið kl. 09:20.
muna að viðhafa sóttvarnareglur og halda góðu bili á milli göngumanna. Þetta er víst ekki búið enn!
Reiknað er með að gangan taki rúmlega þrjá tíma.
Muna að hafa með góða skapið, nesti, vatn og heitt á brúsa. Og klæða sig eftir veðri og hafa broddana með.

Athugasemdir

    Þú getur eða þessa leið