nonnio

Tími  ein klukkustund 33 mínútur

Hnit 467

Uploaded 9. maí 2021

Recorded maí 2021

-
-
344 m
74 m
0
1,4
2,9
5,77 km

Skoðað 36sinnum, niðurhalað 1 sinni

nálægt Hafnarfjörður, Höfuðborgarsvæði (Ísland)

Helgafell í Hafnarfirði er fyrir mér mitt heimafjall.
Það er stutt frá Hafnarfirði og hentar mér vel til að halda mér í formi yfir vetrartímann.

Þegar vorar og færið fer að skána fer ég sérlega skemmtilega leið á toppinn sem ég kalla " klifurleiðina ".
Hún er eins og nafnið ber með sér ekki auðveldasta leiðin á toppinn og alls ekki hættulaus.

Stutta lýsingin er að þegar komið er upp á flatirnar við Helgafellið sjálft er stefnan í orðsins fyllstu merkingu tekin beint á toppinn.
Farið er upp móbergshrygg og þaðan í bratta hlíðina.
Þegar komið er upp um miðja vegu er komið í lítinn dal og þaðan upp þröngt bratt skarð nánast upp á topp.

Taka þarf fram að þessi leið er alls ekki fyrir lofthrædda og helst bara fyrir þá sem vanir eru að klifra í fjöllum.
Efst í skarðinu er töluverð hætta á grjóthruni og þó nokkur hætta á að menn geti rutt grjótinu niður á þann sem er fyrir neðan.

Leiðin niður af fjallinu að sunnanverðu er hefðbundin stikuð leið.
Varða

Helgafell

Helgafell

Athugasemdir

    You can or this trail