-
-
997 m
32 m
0
4,1
8,2
16,43 km

Skoðað 1576sinnum, niðurhalað 20 sinni

nálægt Búðir, Vesturland (Lýðveldið Ísland)

Við feðgar drifum okkur snemma morguns yfir á Snæfellsnes þar sem veðurspáin var mjög góð. Fengum að leggja bílnum við Kálfárvelli. Vanda þarf valið á uppgöngu í byrjun. Brattur slóði er rétt austan við Magálsgilið (Kálfána) og er líklega besti kosturinn. Alla vega gekk okkur vel að fara þar niður. Fórum heldur mikinn bratta upp. Síðan tekur við Seljadalur með Kambinn að austanverðu og Stakkfellið að vestanverðu. Mikill snjór var í fjöllunum og flest vötin ísi lögð. Fengum mest blíðu en smá rok á köflum. Skjólföt voru nauðsynleg um tíma. Mikið var útsýnið og landslagið stórbrotið. Þoka gekk yfir hæstu tindana og fékkst lítið útsýni af austasta og hæsta tindinum, hvers nafn ég hef ekki á hreinu, nema hann heiti Rauðkúla. Þokuna dró frá stutta stund er komið var að Böðvarskúlu og sást þá vel yfir til suðurs og vestur að Snæfellsjökli. Við vorum á leið niður vegna þoku þegar birti aftur og drifum við okkur þá upp aftur yfir á Kaldnasaborgir. Sáum ekki eftir því. Þar sáum við norður yfir líka, meðal annars til Grundarfjarðar. Fórum rólega yfir og gáfum okkur góðan tíma til að mynda herlegheitin.

Athugasemdir

    You can or this trail