nonnio

Tími  3 klukkustundir 56 mínútur

Hnit 1025

Uploaded 13. júlí 2020

Recorded júlí 2020

-
-
1.690 m
678 m
0
1,6
3,2
6,41 km

Skoðað 29sinnum, niðurhalað 3 sinni

nálægt Reykjahlíð, Norðurland Eystra (Ísland)

Fór í þriggja daga ferð í Herðubreiðarlindir og á Herðubreið.
Síðan í Drekagil og Öskju og gekk umhverfis Öskjuvatn frá Dreka.

Herðubreiðarlindir er magnaður staður sökum náttúrufegurðar.
Þar eru nokkrar stikaðar gönguleiðir sem verðugar eru að rölta eftir.
Staðurinn hefur líka sögulegt gildi því þar er undir hraunkambi Eyvindarkofi, þar á Fjalla-Eyvindur að hafa dvalið um eitthvert skeið.
Návistin við Jökulsá á Fjöllum er síðan kryddið sem gerir þennann stað ómótstæðilegann.

Til að komast að uppgöngustaðinn á Herðubreið þarf að keyra alllangann veg, c.a. 20km. Á köflum er hann fremur yllfær og á milli Herðubreiðar og Herðubreiðartagla er hann vart fær nema sæmilega öflugum jeppum.

Fjallið sjálft er fremur bratt en vegalengdin á toppinn er ekki löng, rúmlega 3 km. Farið er um bratta fönn sem kallar á jöklabrodda og öxi.
Útsýnið á toppnum er síðan guðdómlegt. Víðsýnt til allra átta, á Vatnajökul, Snæfell, Kverkfjöll og Dyngjufjöll svo einhver séu nefnd.
Waypoint

Herðubreið

Herðubreið

Athugasemdir

    You can or this trail