Niðurhal
hac 1

Fjarlægð

2,51 km

Heildar hækkun

23 m

Tæknilegir erfiðleikar

Auðvelt

Lækkun

23 m

Hám. hækkun

32 m

Trailrank

43

Lágm. hækkun

4 m

Tegund leiðar

Hringur

Hreyfitími

30 mínútur

Tími

30 mínútur

Hnit

459

Hlaðið upp

5. júlí 2021

Tekið upp

júlí 2021

Leita eftir svæði sem leið liggur um

Finndu leiðir sem liggja um valin svæði þín

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Leita eftir svæði sem leið liggur um Leita eftir svæði sem leið liggur um
Deila
-
-
32 m
4 m
2,51 km

Skoðað 346sinnum, niðurhalað 4 sinni

nálægt Raufarhöfn, Norðurland Eystra (Ísland)

Text in Icelandic and English below.

Höfðahringurinn er skemmtileg gönguleið sem býr yfir mikilli fjölbreytni og dregur fram náttúrufegurð staðarins í allri sinni mynd. Gangan hefst við Raufarhafnarkirkju þar sem fyrsta byggð þorpsins var. Þaðan er gengið í átt að Lundshússtjörn og meðfram brúninni á Lághöfðanum. Þar í fjörunni stendur kletturinn Karl sem virðir Bæjarvíkina fyrir sér. Leiðinni er síðan haldið áfram á austanverðan Lághöfðann þar sem fjölmargir hellisskútar leynast í klettunum við hafið. Þaðan er falleg sýn yfir Þistilfjörðinn og í góðu skyggni er hægt að sjá Langanesið. Gengið er upp Háhöfðann sem er náttúruprýði Raufarhafnar og hefur lengi verið eitt af helstu kennileitum staðarins. Efst á Höfðanum stendur Raufarhafnarvitinn þar sem útsýni er gott og hvergi betra að virða þorpið fyrir sér. Sunnan við Höfðann stendur Hólminn og dregur Raufarhöfn nafn sitt af raufinni sem aðskilur Höfðann og Hólmann. Að lokum liggur leiðin meðfram kirkjugarðinum niður Höfðann og í átt að kirkjunni, þar sem hringleiðinni lýkur. Gangan er við allra hæfi og hentar þeim sem vilja njóta kyrrðar í fuglalífinu. Þó þarf að gæta varúðar á brúnum Höfðans þar sem þær geta verið lausar í sér.

The Höfði cycle is a fun hiking trail that has a great variety and highlights the natural beauty of the place in all its forms. The hike starts at the church of Raufarhöfn, where the first settlement of the village was. From there you walk towards Lundshússtjörn and along the edge of Lághöfði, which is the lower part of the Höfði. In the ocean by the shore stands the rock Karl who looks over the bay, called Bæjarvík. The walk then continues to the east of Lághöfði where many caves are hidden in the cliffs by the sea. From there the view of Þistilfjörður is good and in clear visibility the Langanes Peninsula can be seen. Once you have made your way to the south of Lághöfði, the path lies up the Háhöfði, which is the natural beauty of Raufarhöfn and has long been one of the main landmarks of the place. At the top of the Höfði you will find a lighthouse, called Raufarhafnarviti, which is an excellent place to view the village from and its harbor. South of the Höfði stands the Hólmi, which falls steeply to the sea. The rift, or rauf, between the Hólmi and the Höfði is a shallow channel from which the village derives its name. Finally, the path leads along the cemetery down the Höfði and towards the church, where the circular trail ends. The hike is suitable for everyone who wants to enjoy the tranquility of nature among the birds. Caution must be taken along the edges of the Höfði as they may be loose.
Helgur staður

Raufarhafnarkirkja

 • Mynd af Raufarhafnarkirkja
 • Mynd af Raufarhafnarkirkja
Raufarhafnarkirkja var byggð á árunum 1927-1928 og var hún teiknuð af Guðjóni Samúelssyni. Kirkjan var vígð á nýársdag þann 1. janúar 1929. Fram að því þá sóttu íbúar Raufarhafnar kirkju á Ásmundarstöðum, en fólksfjölgun á Raufarhöfn varð til þess að íbúar fengu kirkju reista á staðnum.
Á

Lundshússtjörn

 • Mynd af Lundshússtjörn
 • Mynd af Lundshússtjörn
Varða

Karl

 • Mynd af Karl
Hellir

Hellir (Susanne Reith)

 • Mynd af Hellir (Susanne Reith)
 • Mynd af Hellir (Susanne Reith)
Brotajárnið sem liggur í flæðamálinu við hellinn eru leifar af Susanne Reith; hollensku vöruflutningaskipi sem strandaði á Kotflúðinni við Raufarhöfn þann 11. desember árið 1964. Skipstjórinn ætlaði að sigla inn í höfnina án hafnsögumanns sem varð til þess að hann sigldi af réttri leið og lenti á Kotflúðinni. Skipið var á annað þúsund lestir að stærð en það var tekið í sundur á strandstað og tengt saman aftur. Við samtenginguna var Susanne Reith stytt um níu metra.
Hellir

Hellir

 • Mynd af Hellir
 • Mynd af Hellir
 • Mynd af Hellir
 • Mynd af Hellir
Hellir

Hellir

 • Mynd af Hellir
 • Mynd af Hellir
 • Mynd af Hellir
Fallegt útsýni

Lághöfði

 • Mynd af Lághöfði
 • Mynd af Lághöfði
Toppur

Raufarhafnarviti

 • Mynd af Raufarhafnarviti
 • Mynd af Raufarhafnarviti
Raufarhafnarviti var byggður árið 1931 eftir teikningu Benedikts Jónassonar. Vitinn er 6,2 metrar á hæð og er hann steinsteyptur með sívölu sænsku ljóshúsi. Í fyrstu var gasljós í vitanum en árið 1963 var hann rafvæddur. Upphaflega þá var vitinn hvítur með rauða rönd á miðjum veggjum, en á sjöunda áratug tuttugustu aldar þá var hann málaður gulur og ljóshúsið rautt. Raufarhafnarvitinn hefur haldið sínu upprunalega útliti vel, en að fráteknum litaskiptum þá hefur vitinn tekið litlum breytingum. Nokkrir vitar á landinu eru byggðir eftir sömu teikningu og má þar nefna Hegranesvita, Grímseyjarvita og Málmeyjarvita.
Fallegt útsýni

Hólmi

 • Mynd af Hólmi
Strönd

Fjara

 • Mynd af Fjara
 • Mynd af Fjara

Athugasemdir

  Þú getur eða þessa leið