Niðurhal
nonnio

Fjarlægð

29,06 km

Heildar hækkun

1.098 m

Tæknilegir erfiðleikar

Miðlungs

Lækkun

1.091 m

Hám. hækkun

493 m

Trailrank

55

Lágm. hækkun

-3 m

Tegund leiðar

Ein leið

Tími

2 dagar 9 klukkustundir 6 mínútur

Hnit

2917

Hlaðið upp

22. júlí 2021

Tekið upp

júlí 2021

Senda í GPS tækið þitt

Sæktu leiðir frá Wikiloc beint á Garmin, Apple Watch eða Suunto.

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Senda í GPS tækið þitt Senda í GPS tækið þitt
Vertu fyrst/ur til að klappa
Deila
-
-
493 m
-3 m
29,06 km

Skoðað 544sinnum, niðurhalað 21 sinni

nálægt Bolungarvík, Vestfirðir (Ísland)

Fór í árlega sumargöngu Ferðaklúbbs 365.
Í ár var stefnan tekin á Hornstrandir í fjögurra daga ferð.

Þetta var í þriðja skiptið sem klúbburinn gekk á Hornströndum og er ég viss um að Hornstrandir séu í sérstöku uppáhaldi hjá okkur.

Silgt var frá Bolungarvík í Aðalvík.

Frá Aðalvík var gengið áleiðis í Fljótavík með viðkomu á Straumnesfjalli og síðan yfir Nóngilsfjall sem aðskilur Aðalvík frá Fljótavík.

Gatan yfir Nóngilsfjall er forn þjóðleið sem menn fóru til sjósóknar. Fljótavíkurbændur gengu til Aðalvíkur eldsnemma að morgni, réru og gengu síðan til baka með fisk á bakinu að kvöldi.
Leiðin er því vel vörðuð yfir há fjallið því þokan getur verið þétt og hættulegt að ramba fram af fjallinu á vitlausum stað.

Taka þarf fram að þegar komið er niður í Fljótavík að Fljótsvatni (oft kallað Fljótið) þarf að vaða.
Vað þetta nefnis Langanesvað og gætir þar sjávarföllum (flóði og fjöru) sem vert er að athuga fyrir ferðina.
Þegar við óðum var örugglega tekið að flæða að og var hæðin mest uppí klof en botninn er mjúkur sandur og því þægilegur.

Í Fljótavík var gist í tvær nætur og aukadagurinn notaður til útsýnisgöngu.
Þá var gengið uppí Krossdal, út á brúnirnar fyrir Sandvíkurvatn og síðan á fjallið Kögur sem er nyrsti hluti Hornstranda og að ég held næstnyrsti hluti Íslands.
Fjallið er þverhnípt norðuraf og útsýni næstumþví til Grænlands en til austurs er hægt að greina Hælavíkurbjarg.

Þriðja daginn var gengið frá Fljótavík, fyrir Fljótsvatn, yfir Háuheiði og niður til Hesteyrar.

Gangan fyrir Fljótsvatn er aðallega um mýrar og gæti því verið blaut í rigningartíð.
Eitt vað er á þessum hluta og er það yfir Reiðá við suðurenda Fljótsvatns og því koma vaðgræjur að góðum notum.

Háaheiði er vel vörðuð þjóðleið sem hefur verið farin í gegnum aldirnar.
Háskarðið uppá heiðina er vel grýtt og torfarin en við rötuðum inn á götuna efst í skarðinu.
Þá má einnig taka fram að þegar horft er upp í skarðið er varða efst í skarðinu sem gott er að stefna á.

Þegar komið er niður af Háuheiði er gangan þægileg niður Lönguhlíðardal og með Hesteyrará að Hesteyri.

Fjórða daginn var síðan farin útsýnisganga að Stekkeyri og til baka að Hesteyri og áfram út Hesteyrarfjörð, yfir Tæpahjalla og að bænum Sléttu þar sem báturinn kom og silgdi okkur til Bolungarvíkur.

Á Stekkeyri er forn norsk hvalstöð sem gaman er að skoða.

Leiðin milli Hesteyrar og Sléttu er ýmislegt að skoða og nauðsynlegt að koma við í Hesteyrarkirkjugarði og líta altarið sem sett var upp eftir að biskup lét flytja kirkjuna til Súðavíkur árið 1960.
Þessir gjörningar ollu miklum deilum og þeir hörðustu töluðu um að kirkjunni hafi verið rænt.

Leiðin um Tæpahjalla er hluti úr fornri þjóðleið milli Hesteyrar, sem var verslunarstaður og Aðalvíkur.
Hann má kalla heiðarveg og er því vel vörðuð leið með ótrúlegu útsýni yfir Jökulfirði með Drangajökul í bakgrunni.
Þá horfir maður einnig norðurenda Snæfjalls og vesur af því Ísafjarðardjúp.

Þetta trakk sýnir aðeins beinu leiðirnar milli Aðalvíkur, Fljótavíkur og Hesteyrar en útúrdúrarnir er ég með í þremur sér trökkum sem allir eru merktir Hornstrandir.

Straumnesfjall.
https://www.wikiloc.com/hiking-trails/hornstrandir-straumnesfjall-78884503

Krossadalur, Sandvíkurvatn og Kögur upp af Fljótavík.
https://www.wikiloc.com/hiking-trails/hornstrandir-krossadalur-sandvikurvatn-og-kogur-upp-af-fljotavik-78884836

Hesteyri-Stakkanes-Slétta.
https://www.wikiloc.com/hiking-trails/hornstrandir-hesteyri-stekkeyri-sletta-78885330
Varða

Atlastaðir

 • Mynd af Atlastaðir
 • Mynd af Atlastaðir
 • Mynd af Atlastaðir
 • Mynd af Atlastaðir
 • Mynd af Atlastaðir
Atlastaðir í Fljótavík
Varða

Fljótavík

 • Mynd af Fljótavík
 • Mynd af Fljótavík
 • Mynd af Fljótavík
 • Mynd af Fljótavík
 • Mynd af Fljótavík
 • Mynd af Fljótavík
Fljótavík
Varða

Fljótsvatn (Langanesvað)

Vað upp í klof (sætir sjávarföllum) í Fljótavík
Varða

Glúmsstaðafoss

Glúmsstaðafoss í Fljótavík
Sæluhús

Hesteyri

 • Mynd af Hesteyri
 • Mynd af Hesteyri
 • Mynd af Hesteyri
 • Mynd af Hesteyri
 • Mynd af Hesteyri
 • Mynd af Hesteyri
Veitingarsala og gisting í Læknishúsinu
Toppur

Hvesta

Hvesta (fjall)
Toppur

Háaheiði

 • Mynd af Háaheiði
 • Mynd af Háaheiði
 • Mynd af Háaheiði
 • Mynd af Háaheiði
 • Mynd af Háaheiði
 • Mynd af Háaheiði
Vörðuð leið milli Fljótavíkur og Hesteyrarfjarðar
Toppur

Krossar

Krossar (fjall)
Toppur

Kögur

Kögur (fjall)
Varða

Látrar

 • Mynd af Látrar
 • Mynd af Látrar
 • Mynd af Látrar
 • Mynd af Látrar
 • Mynd af Látrar
 • Mynd af Látrar
Látrar í Aðalvík
Toppur

Nóngilsfjall

 • Mynd af Nóngilsfjall
 • Mynd af Nóngilsfjall
 • Mynd af Nóngilsfjall
 • Mynd af Nóngilsfjall
 • Mynd af Nóngilsfjall
Nóngilsfjall (vörðuð leið) milli Aðalvíkur og Fljótavíkur
Varða

Rekavík

 • Mynd af Rekavík
 • Mynd af Rekavík
 • Mynd af Rekavík
 • Mynd af Rekavík
Rekavík
Toppur

Straumnesfjall

 • Mynd af Straumnesfjall
 • Mynd af Straumnesfjall
 • Mynd af Straumnesfjall
Straumnesfjall

Athugasemdir

  Þú getur eða þessa leið