Niðurhal
nonnio

Fjarlægð

11,43 km

Heildar hækkun

280 m

Tæknilegir erfiðleikar

Miðlungs

Lækkun

276 m

Hám. hækkun

174 m

Trailrank

42

Lágm. hækkun

-7 m

Tegund leiðar

Ein leið

Tími

6 klukkustundir 32 mínútur

Hnit

1291

Hlaðið upp

22. júlí 2021

Tekið upp

júlí 2021

Leita eftir svæði sem leið liggur um

Finndu leiðir sem liggja um valin svæði þín

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Leita eftir svæði sem leið liggur um Leita eftir svæði sem leið liggur um
Vertu fyrst/ur til að klappa
Deila
-
-
174 m
-7 m
11,43 km

Skoðað 216sinnum, niðurhalað 6 sinni

nálægt Bolungarvík, Vestfirðir (Ísland)

Fór í árlega sumargöngu Ferðaklúbbs 365.
Í ár var stefnan tekin á Hornstrandir í fjögurra daga ferð.

Ég hef í fyrra trakki (Hornstrandir. Aðalvík-Fljótavík-Hesteyri) gert grein fyrir "beinu leiðinni" en ákvað að gera "útúrdúrana" í sér trökkum.

Þetta trakk (Hornstrandir. Hesteyri-Stekkeyri-Slétta) er þriðji "útúrdúr" á leiðinni.

Dagurinn byrjaði á að labba inn með Hesteyrarfirði inn að Stekkeyri þar sem Norðmenn ráku hvalstöð seint á 19. öld og fram á 20.
Mjög gaman er að skoða rústirnar af verksmiðunni og þá helst gufukatlana og strompinn.

Síðan var gengið til baka til Hesteyrar og áfram fram Hesteyrarfjörð um Tæpahjalla til eyðibýlsin Sléttu þar sem báturinn beið okkar og silgdi okkur til Bolungarvíkur.

Leiðin um Tæpahjalla er forn þjóðleið milli Hesteyrar og Aðalvíkur.
Hún er mjög greinileg og vel vörðuð.
Hesteyri var kaupstaður og bændur hafa þurft að fara þessa leið oft á ári til að kaupa til heimilisins.

Tæpihjalla má kalla heiðarveg og stendur því hátt með opið hafið inn Jökulfirði til suðurs.
Það hefur því oft nætt um ferðalanga í kaupstaðaferðunum.
En þar sem er hátt er líka víðsýnt og útsýnið svíkur engann inn Jökulfirði með Drangajökul í bakgrunni, Snæfjallaheiði og Ísafjarðardjúp vesturaf.

Það má því segja að þessi leið sé með fallegri útsýnisleiðum.
Verslun

Hesteyri

 • Mynd af Hesteyri
 • Mynd af Hesteyri
 • Mynd af Hesteyri
 • Mynd af Hesteyri
 • Mynd af Hesteyri
 • Mynd af Hesteyri
Gisting og veitingar í Læknishúsi
Helgur staður

Kirkjugarðurinn á Hesteyri

Varða

Slétta

Slétta (eyðibýli og sumarbústaður)
Fallegt útsýni

Stekkeyri

 • Mynd af Stekkeyri
 • Mynd af Stekkeyri
 • Mynd af Stekkeyri
 • Mynd af Stekkeyri
 • Mynd af Stekkeyri
 • Mynd af Stekkeyri
Rústir af noskri hvalstöð
Varða

Tæpihjalli

 • Mynd af Tæpihjalli
 • Mynd af Tæpihjalli
 • Mynd af Tæpihjalli
 • Mynd af Tæpihjalli
 • Mynd af Tæpihjalli
 • Mynd af Tæpihjalli
Tæpihjalli, vörðuð þjóðleið milli Hesteyrar og Aðalvíkur

Athugasemdir

  Þú getur eða þessa leið