Vertu fyrst/ur til að klappa
Skoðað 1283sinnum, niðurhalað 32 sinni
nálægt Laugarvatn, Suðurland (Ísland)
Hrafnabjörg blasa tignarleg við manni í sjónlínunni milli Þingvalla og Laugarvatns þegar keyrt er austur Mosfellsheiðina. Handan við Hrafnabjörg (keyrt eftir Gjábakkavegi) er hins vegar nokkuð góð gönguleið sem hér var farin. Gengið er frá bílastæði við vörðuna Bragabót yfir þúfur, mosa og skriður að hluta. Á bakaleiðinni var gengið upp á gíg í nágrenni bílastæðis og auk þess var gengið meðfram miklu og mögnuðu gili sem kom okkur gjörsamlega á óvart. Vegurinn að Bragabót, þar sem gangan hófst, reyndist mjög grófur, (minnti á leiðina að Keili) en er flestum fær að sumri... lágir bílar þurfa þó að fara gætilega. Að vetri er bílum gjarnan lagt við Stóra Dímon (í Þingvallasveit) en það lengir gönguna um 4 til 5 km hvora leið.
Gjáin sem kom okkur í opna skjöldu ... en við höfðum gengið rétt framhjá henni á uppleiðinni.
Tókum stefnuna á Gíginn sem blasti við á niðurleiðinni.
Varða
Hrafnabjörg - toppur
Varða
Bragabót - Varðan - Bílastæði
Við bílastæðið er myndarleg varða, Bragabót, sem ég gleymdi því miður að mynda.
essemm 30. maí 2022
Ég hef fylgt þessari leið staðfest Skoða meira
Upplýsingar
Auðvelt að fylgja
Landslag
Miðlungs
Takk fyrir trakkið með greinagóðum upplýsingum. Það kom sér allt vel.