Niðurhal
Toppfarar

Fjarlægð

12,68 km

Heildar hækkun

819 m

Tæknilegir erfiðleikar

Miðlungs

Lækkun

819 m

Hám. hækkun

799 m

Trailrank

36

Lágm. hækkun

510 m

Tegund leiðar

Hringur
  • Mynd af Hrafnabjörg Tröllatindar Þjófahnúkur 190920
  • Mynd af Hrafnabjörg Tröllatindar Þjófahnúkur 190920
  • Mynd af Hrafnabjörg Tröllatindar Þjófahnúkur 190920
  • Mynd af Hrafnabjörg Tröllatindar Þjófahnúkur 190920
  • Mynd af Hrafnabjörg Tröllatindar Þjófahnúkur 190920
  • Mynd af Hrafnabjörg Tröllatindar Þjófahnúkur 190920

Tími

6 klukkustundir 14 mínútur

Hnit

3346

Hlaðið upp

22. september 2020

Tekið upp

september 2020

Veðurspá

Frábær vísbending til að hjálpa þér að velja útivistarbúnað og fatnað!

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Veðurspá Veðurspá
Vertu fyrst/ur til að klappa
Deila
-
-
799 m
510 m
12,68 km

Skoðað 467sinnum, niðurhalað 12 sinni

nálægt Laugarvatn, Suðurland (Ísland)

Mergjuð og krefjandi klöngurferð á fimm tinda, þar af snarbrattan Tröllkarl og Tröllskessu í Tröllatindum en nafngiftin er okkar á þeim þremur sem saman heita Tröllatindar á kortum en við aðgreinum með Tröllkarl yfir þann hæsta og syðsta, Tröllbarn yfir þann lægsta í miðið og svo Tröllskessuna sem er næst hæst og nyrst og austast. Upp á foreldrana eru brattar leiðir en samt sniðgengum við enn brattari leið á Tröllkarlinn sem við fórum árið 2011 (slóð er hér á wikiloc) en lentum þá á bröttum hrygg í staðinn sem reyndi vel á flesta í hópnum, sérstaklega af því það voru sviptivindar þennan dag. Fórum svo mun betri leið niður (sem er fín uppgönguleið fyrir þá sem vilja sleppa hryggnum). Á Tröllskessuna komumst við ekki alla leið upp á tindinn í könnunarleiðangri okkar þjálfara árið 2010 né með hópinn allan árið 2011 - en núna fann Örn færa leið upp, úr skarðinu í miðju fjallinu og við fórum öll á eftir þó það væri mjög bratt og tafsamt.

Ekki fyrir lofthrædda þessar tvær leiðir, en vel hægt að fara niðurgönguleiðina okkar upp á Tröllkarlinn og eins er hægt að fara langleiðina upp á Tröllskessuna og sleppa tindinum ef mönnum hugnast ekki mikið klöngur í bratta.

Frábær frammistaða með nokkra nýliða innanborðs og gaman að sjá styrkleika manna koma vel í ljós í svona ferð :-)

Hrafnabjörg og Þjófahnúkur eru vel fær öllum og mjög skemmtileg fjöll en Hrafnabjörg ein og sér sem dagsferð er allt of lítið verkefni að okkar mati og tilvalið að fara á Tröllin sem fáir ef nokkrir ganga á því miður :-)

Ferðasaga hér: http://fjallgongur.is/tindur206_hrafnabjorg_trollatindar_thjofahnukur_190920.htm

Athugasemdir

    Þú getur eða þessa leið