Niðurhal
VisitAkureyri

Fjarlægð

4 km

Heildar hækkun

15 m

Tæknilegir erfiðleikar

Miðlungs

Lækkun

15 m

Hám. hækkun

17 m

Trailrank

24

Lágm. hækkun

0 m

Tegund leiðar

Hringur
  • Mynd af Hrísey - bláa leiðin // Blue trail
  • Mynd af Hrísey - bláa leiðin // Blue trail
  • Mynd af Hrísey - bláa leiðin // Blue trail
  • Mynd af Hrísey - bláa leiðin // Blue trail
  • Mynd af Hrísey - bláa leiðin // Blue trail

Hnit

204

Hlaðið upp

28. ágúst 2020

Leita eftir svæði sem leið liggur um

Finndu leiðir sem liggja um valin svæði þín

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Leita eftir svæði sem leið liggur um Leita eftir svæði sem leið liggur um
Vertu fyrst/ur til að klappa
Deila
-
-
17 m
0 m
4,0 km

Skoðað 412sinnum, niðurhalað 9 sinni

nálægt Hrísey, Norðurland Eystra (Ísland)

Lengd: 4 km
Tími: 1+ klst.
Undirlag: Aðalega gengið á malar og malbikuðum vegum en aðeins eftir stígum/slóðum
Upphaf/Endir: Við ferjuhöfnina
Bílastæði: Árskógssandur - við ferjuhöfnina (landmeginn)
Áhugaverðir staðir: Þorpið, tjörnin og fuglaskoðunarhúsið, flugvöllurinn og kirkjugarðurinn

Fjölbreyttur hringur um vesturhluta eyjarinnar. Gangan hefst við höfnina og gengið eftir Sjávargötu upp í "miðbæinn" þaðan sem gengið er eftir aðalgötunni Norðurveg til norðurs. Í göngu-ferðinni er m.a. gengið framhjá búðinni, kirkjunni og söfnum eyjarinnar, sumt í upphafi göngu annað í lokin.
Þegar komið er dálítið norður fyrir þorpið er tekinn smá krókur á leiðinni, að tjörninni og fuglaskoðunarhúsinu sem þar er. Þaðan er aftur gengið upp á Norðurveg og honum fylgt smá spotta áður en beygt er inn á slóðann sem leiðir að og yfir flugbrautina og niður á Lambhagaveg. Þar er stefnan tekin til suðurs að afleggjaranum að kirkjugarðinum þaðan sem er gott útsýni er suður að þorpinu. Frá kirkjugarðinum er hægt að velja um tvær leiðir - fara aftur út á Lambhaga veg og fylgja honum í átt að þorpinu eða ganga niður að ströndinni og meðfram henni fram hjá lítilli tjörn sem iðar af fuglalífi á sumrin. Þaðan liggur slóði aftur upp á Lambhagaveg. Eftir smá göngu eftir veginum til suðurs sést á ný slóði sem liggur niður á eina af sandströndum eyjarinnar þangað sem gott er að taka smá krók, sérstaklega á fjöru og njóta þess að ganga á mjúkum sandinum.

Áfram liggur leiðin til suðurs og beigt inn á Ægisgötu og niður að smábátahöfninni, framhjá sjóbúðunum og aftur niður á höfn þar sem hringnum er lokað.

Athugasemdir

    Þú getur eða þessa leið