Vertu fyrst/ur til að klappa
Skoðað 431sinnum, niðurhalað 6 sinni
nálægt Hrísey, Norðurland Eystra (Ísland)
Lengd: 6.8 km
Tími: 2+ klst.
Undirlag: malbik á akvegum en annars stígur með salla að hluta og kindagötur að hluta
Upphaf/Endir: Við ferjuhöfnina
Bílastæði: Árskógssandur - við ferjuhöfnina (landmeginn)
Áhugaverðir staðir: Þorpið, Háborðið, listaverkið Yggldrasil, Orkulindin, tjörnin
Góður hringur þar sem gengið er um iðnaðarsvæðið upp í "miðbæinn" þaðan eftir aðalgötunni framhjá búðinni, kirkjunni og söfnum eyjarinnar. gengið fram hjá fiskitrönum og trjáreit eftir klettóttri strönd þar sem sjá má klettamyndanir, klettainnskot og sker. Leiðin liggur hjá minjum um forna búsetu, bænum Hvatastöðum. Þaðan er gengið um móa og kjarr upp á Háborðið sem er einn besti útsýnisstaðurinn á eyjunni þar sem finna má bekkjaborð og salernisaðstöðu. Þaðan er gengið niður litla brekku að listaverkinu Yggldrasil, áfram yfir í orkulindina, í gegnum skjólsælan skógarreit og þaðan niður á veginn sem liggur að þorpinu og hringnum lokið.
Athugasemdir