Vertu fyrst/ur til að klappa
Skoðað 2023sinnum, niðurhalað 46 sinni
nálægt Skaftafell, Austurland (Lýðveldið Ísland)
Gangan hófst á bílastæðinu við Svínafellsjökul upp úr kl. 01.00.
Dimmt var í byrjun ferðar en logn, milt veður og úrkomulaust. Eftir að birti fengum við fjölbreytilegt og stórfenglegt útsýni til allra átta allt að því er við náðum á hæsta tind Hrútfjalls. Nafn hans virðist eitthvað á reiki. Fararstjórarnir kölluðu hann Miðtind en þar sem ég hef lesið um hann er hann kallaður Norðurtindur eða Hátindur. Leiðin er nokkuð löng og lækkun í Sveltiskarði. Hvergi þurfti að príla og vel gekk að marka spor í snjóinn svo við slupppum við brodda. Gengum ekki fram á sprungur. Þung færð var á köflum í snjónum, sérstaklega á niðurleiðinni. Við gengum framhjá Vesturtindi á leiðinni upp og er toppnum var náð sáum við annnað slagið ágætlega yfir á hina tinda Hrútfjalls (Miðtind? og Suðurtind).
Athugasemdir