Niðurhal
ingvi

Fjarlægð

10,15 km

Heildar hækkun

245 m

Tæknilegir erfiðleikar

Auðvelt

Lækkun

237 m

Hám. hækkun

644 m

Trailrank

39

Lágm. hækkun

419 m

Tegund leiðar

Ein leið
 • Mynd af Húsfell
 • Mynd af Húsfell
 • Mynd af Húsfell
 • Mynd af Húsfell - áning
 • Mynd af Valaból - Músarhellir
 • Mynd af Valaból - Músarhellir

Tími

3 klukkustundir 26 mínútur

Hnit

640

Hlaðið upp

11. janúar 2009

Tekið upp

janúar 2009

Búðu til leiðalistar

Flokkaðu leiðirnar sem þér líkar við í lista og deildu þeim með vinum þínum.

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Búðu til leiðalistar Búðu til leiðalistar
Deila
-
-
644 m
419 m
10,15 km

Skoðað 9784sinnum, niðurhalað 146 sinni

nálægt Garðakauptún, Gullbringusysla (Ísland)

Ferðin hófst við vatnsból Hafnfirðinga, Kaldársel. Við tókum smá krók í norðvestur og fórum svo meðfram gamalli garðhleðslu sem þjónaði vatnsveitu Hafnfirðinga líklega milli 1920 og 1950. Við gengum að Níutíumetrahelli, næst Vatnshelli og svo Rauðshelli. Ekki fórum við inn í hellana en skoðuðum muna þeirra. Það var gert stutt stopp í Valabóli Farfugla. Við fórum þar inn í Músarhelli, skoðuðum aðstæður og kvittuðum í gestabókina. Næst var stefnan sett að Húsfelli yfir Mygludal. Eftir að hafa skoðað útsýnið, áð og tekið hópmynd héldum við niður af Húsfellinu á línuveg og örkuðum eftir honum þar til við sáum á milli Helgafells og Valahnúka. Gengum svo greitt milli Helgafells og Valahnúka að bílnum við Kaldársel.

Skoða meira external

Hellaskoðun

90 metra hellir

"Þótt opið gefi ekki til kynna að þarna sé langur hellir er hann nú samt sem áður jafn langur og nafnið gefur til kynna. Fyrst er komið niður í nokkurs konar lágan forsal, sem þrengist síðan smám saman uns fara þarf niður á fjóra fætur. ... Eftir spölkorn víkkar hann á ný, en þó aldrei verulega. Svo virðist sem hellirinn beygi í áttina að Lambagjá, sem er þarna norðvestan við opið. Sennilega er þessi rás ein af nokkrum, sem runnið hafa í gjána á sínum tíma og myndað þá miklu hraunelfur, sem runnið hefur niður hana til norðvesturs og síðan til vesturs í átt að Kaldárseli." Heimild Ferlir, http://www.ferlir.is/?id=3720
Toppur

Húsfell - áning

 • Mynd af Húsfell - áning
Húsfell - áning - Húsfell - áning
Hellaskoðun

Rauðshellir

"Einhvern tímann hefur hluti hellisins verið notaður sem fjárskjól, a.m.k. gróið jarðfallið við annað op hans. ... Hellirinn sjálfur er rúmgóður og lítið sem ekkert hrun í honum. Hægt er að ganga svo til uppréttur inn eftir honum, en í heildina er hellirinn hátt í hundrað metra langur. Hann beygir til hægri þegar inn er komið og síðan til vinstri. Fremst í hellinum eru fallegar hraunsyllur." Heimild Ferlir, http://www.ferlir.is/?id=3720
Hellaskoðun

Valaból - Músarhellir

 • Mynd af Valaból - Músarhellir
 • Mynd af Valaból - Músarhellir
"Fljótlega eftir að Bandalag íslenskra farfugla var stofnað árið 1939 var hafist handa við að leita að hellisskútum sem unnt væri að nota sem gististaði. Fyrstur fyrir valinu varð Músarhellir... Fékk staðurinn snemma nafnið Valaból... Engar öruggar heimildir finnast um það hvers vegna hellirinn fékk nafnið Músarhellir. En tvær tilgátur hafa einkum verið í gangi. Önnur er sú að hellirinn hafi verið svo lítill að hann minnti einna helst á músarholu. Hin kenningin er að mýs hafi leitað í nesti gangamanna, en hellirinn var notaður sem náttstaður gangnamanna fram undir 1900." Heimild: Farfuglar, http://www.farfuglar.is/displayer.asp?cat_id=423
Hellaskoðun

Vatnshellir

"Þar í brekkunni er Vatnshellir, op niður í misgengi, hægra megin við stíginn. ... Gæta þarf sín vel þegar farið er ofan í Vatnshelli. Opið er tiltölulega lítið, en þegar komið er niður virðist leiðin greið til vesturs. Svo er þó ekki því kristaltært vatnið er þarna alldjúp. Það sést hins vegar ekki fyrr en stigið er í það. Ef komast á áfram þarf bát. Það fer þó eftir vatnshæðinni, en vatnið í Kaldárbotnum stöðvast þarna við misgengið á leið sinni til sjávar. Það er ástæðan fyrir tilvist vatnsbóls Hafnfirðinga þarna skammt vestar, undir Kaldárhnúkum." Heimild: Ferlir, http://www.ferlir.is/?id=3720

2 ummæli

 • abthordarson 3. mar. 2009

  Þessi leið er merkt með byrjun við Kaldársel og í hæðinni yfir 400m. Það hlýtur eitthvað að hafa verið að hæðarmælingu þessarar skrár. Þessi skrá segir líka Húsfellið vera yfir 600m en það er ekki nema tæpir 340m. En skráin þín á Helgafellið segir Kaldársel vera í 100m sem er nær lagi.

 • Mynd af OnMyOwn

  OnMyOwn 4. maí 2021

  ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️

Þú getur eða þessa leið