Niðurhal

Fjarlægð

14,88 km

Heildar hækkun

959 m

Tæknilegir erfiðleikar

Miðlungs

Lækkun

955 m

Hám. hækkun

724 m

Trailrank

36

Lágm. hækkun

6 m

Tegund leiðar

Ein leið
  • Mynd af Hvanndalir- Selskál-Víkurb.-Héðinsfj 8. júlí 12
  • Mynd af Hvanndalir- Selskál-Víkurb.-Héðinsfj 8. júlí 12
  • Mynd af Hvanndalir- Selskál-Víkurb.-Héðinsfj 8. júlí 12
  • Mynd af Hvanndalir- Selskál-Víkurb.-Héðinsfj 8. júlí 12
  • Mynd af Hvanndalir- Selskál-Víkurb.-Héðinsfj 8. júlí 12
  • Mynd af Hvanndalir- Selskál-Víkurb.-Héðinsfj 8. júlí 12

Tími

6 klukkustundir 49 mínútur

Hnit

2679

Hlaðið upp

23. nóvember 2013

Tekið upp

júlí 2012

Leita eftir svæði sem leið liggur um

Finndu leiðir sem liggja um valin svæði þín

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Leita eftir svæði sem leið liggur um Leita eftir svæði sem leið liggur um
Vertu fyrst/ur til að klappa
6 ummæli
Deila
-
-
724 m
6 m
14,88 km

Skoðað 1861sinnum, niðurhalað 28 sinni

nálægt Vík, Norðurland Eystra (Lýðveldið Ísland)

Gengið var til baka yfir í Héðinsfjörð frá Hvanndölum næsta dag og lagt af stað um kl. 11.30. Sögumaður lagði lykkju á leið sína og gekk yfir í Selskál og þaðan upp í einstigi í Hádegisfjalli og horfði þá ofan í Sýrdal og yfir í Hvanndalabjargið og virti fyrir sér gjána bröttu sem farin er niður þegar gengið er frá Ólafsfirði yfir bjargið og ofan í Sýrdal. Síðan fór sögumaður til baka sunnan megin við Hvanndalaána inn dalinn með Miðdegishyrnu á vinstri hönd. Gekk síðan sem leið lá upp Vestaravikið og upp í skarðið og var kominn þar um kl. 15.00. Náði ekki samferðamanni sínum fyrr en í miðri hlíð Víkurbyrðu. Mikivægt er að fylgja slóðanum niður til hægri í byrjun til að lenda ekki í ógöngum. Ekki fara til vinstri. Komið var að bílastæðinu í Héðinsfirði um kl. 18.15.
Í þessari ferð Héðinsfjörður-Hvanndalir-Héðinsfjörður vorum við með allt til útivistar og gistingar á bakinu. Þetta er gríðarlega fjölbreytt og skemmtileg gönguleið. Öllum fær sem eru í þokkalegu formi og ekki teljandi lofthræddir. Vel er hægt að fara þessa leið á einum degi fyrir vel þjálfaða en þá er hættan að yfirferðin sé á kostnað þess að njóta bæði þess smáa og stóra í náttúrunni.

6 ummæli

Þú getur eða þessa leið