-
-
724 m
6 m
0
3,7
7,4
14,88 km

Skoðað 1769sinnum, niðurhalað 28 sinni

nálægt Vík, Norðurland Eystra (Lýðveldið Ísland)

Gengið var til baka yfir í Héðinsfjörð frá Hvanndölum næsta dag og lagt af stað um kl. 11.30. Sögumaður lagði lykkju á leið sína og gekk yfir í Selskál og þaðan upp í einstigi í Hádegisfjalli og horfði þá ofan í Sýrdal og yfir í Hvanndalabjargið og virti fyrir sér gjána bröttu sem farin er niður þegar gengið er frá Ólafsfirði yfir bjargið og ofan í Sýrdal. Síðan fór sögumaður til baka sunnan megin við Hvanndalaána inn dalinn með Miðdegishyrnu á vinstri hönd. Gekk síðan sem leið lá upp Vestaravikið og upp í skarðið og var kominn þar um kl. 15.00. Náði ekki samferðamanni sínum fyrr en í miðri hlíð Víkurbyrðu. Mikivægt er að fylgja slóðanum niður til hægri í byrjun til að lenda ekki í ógöngum. Ekki fara til vinstri. Komið var að bílastæðinu í Héðinsfirði um kl. 18.15.
Í þessari ferð Héðinsfjörður-Hvanndalir-Héðinsfjörður vorum við með allt til útivistar og gistingar á bakinu. Þetta er gríðarlega fjölbreytt og skemmtileg gönguleið. Öllum fær sem eru í þokkalegu formi og ekki teljandi lofthræddir. Vel er hægt að fara þessa leið á einum degi fyrir vel þjálfaða en þá er hættan að yfirferðin sé á kostnað þess að njóta bæði þess smáa og stóra í náttúrunni.

6 comments

 • mynd af Þórður G Ólafsson

  Þórður G Ólafsson 23.11.2013

  Séð yfir Hvanndali á leið upp í Hádegisfjall. https://is.wikiloc.com/fjallaferd-slodir/hvanndalir-selskal-vikurb-hedinsfj-8-juli-12-5672792/photo-3013006

 • mynd af Þórður G Ólafsson

  Þórður G Ólafsson 23.11.2013

  Selskálin grasi gróin. https://is.wikiloc.com/fjallaferd-slodir/hvanndalir-selskal-vikurb-hedinsfj-8-juli-12-5672792/photo-3013008

 • mynd af Þórður G Ólafsson

  Þórður G Ólafsson 23.11.2013

  Einstigið upp á Hádegisfjall, skarðið til vinstri. Auðveldara er að fara upp fjallið og að einstiginu lengra til vinstri (norðar). Á kafla stígur og eru merki enn um hleðslu í einstiginu. https://is.wikiloc.com/fjallaferd-slodir/hvanndalir-selskal-vikurb-hedinsfj-8-juli-12-5672792/photo-3013009

 • mynd af Þórður G Ólafsson

  Þórður G Ólafsson 23.11.2013

  Séð yfir í Sýrdal frá einstiginu. Líklega er leiðin yfir í Ólafsfjörð þar sem lengsti skaflinn er í fjallinu. https://is.wikiloc.com/fjallaferd-slodir/hvanndalir-selskal-vikurb-hedinsfj-8-juli-12-5672792/photo-3013010

 • mynd af Þórður G Ólafsson

  Þórður G Ólafsson 23.11.2013

  Horft frá Hádegisfjalli yfir Eyjafjörð. Látraströnd? Hvanndalabjarg til hægri og Sýrdalsvogur fyrir neðan. https://is.wikiloc.com/fjallaferd-slodir/hvanndalir-selskal-vikurb-hedinsfj-8-juli-12-5672792/photo-3013014

 • mynd af Þórður G Ólafsson

  Þórður G Ólafsson 23.11.2013

  Víkuráin og Víkurbyrðan. Víkurhólar, Víkurdalur og Rauðskarð í botni, leið yfir í Ólafsfjörð. https://is.wikiloc.com/fjallaferd-slodir/hvanndalir-selskal-vikurb-hedinsfj-8-juli-12-5672792/photo-3013017

You can or this trail