Vertu fyrst/ur til að klappa
Skoðað 44sinnum, niðurhalað 4 sinni
nálægt Hoffell, Austurland (Ísland)
Ferð farin um miðjan júlí 2021. Á fyrri degi gengum við frá Illakambi í Egilssel, með viðkomu í Tröllakrókum. Þvílík litadýrð!
Á seinna degi gengum við frá Egilsseli í Geithellnadal. Hittum sem betur fer á stikurnar niður í Geithellnadal því ekki niðurgengt hvar sem er. Fossar og fleira fallegt á leiðinni. Stikla þurfti yfir þó nokkra læki og sums staðar var enn snjór.
Til að komast akandi að Illakambi þarf að vera á vel útbúnum bíl og þekkja til því þvera þarf Jökulsá. Vegurinn inn Geithellnadal var einnig torfær.
Athugasemdir