Vertu fyrst/ur til að klappa
Skoðað 363sinnum, niðurhalað 12 sinni
nálægt Skogar, Suðurland (Lýðveldið Ísland)
Frábær en krefjandi dagsferð með Ferðafélagi Árnesinga, ffar.is þann 2. september.
Göngustjóri var Daði Garðarsson. Fórum með rútu frá Selfossi í Landmannalaugar og þaðan var arkað af stað. Veður mun betra en búist var við fyrirfram, sem sagt í rauninni frábært gönguveður. Samtals 21 manns í hópnum. Gengum af stað kl. 10:30 og þeir fyrstu til að koma aftur í Laugar komu rétt við myrkur eða upp úr kl. 21:00. Þeir síðustu lentu í algjöru myrkri og komu kl. 22:30. Flottur hópur og skemmtileg ferð með spennandi og á köflum óhefðbundnu leiðarvali.
Athugasemdir