Niðurhal
Toppfarar

Fjarlægð

14,52 km

Heildar hækkun

1.198 m

Tæknilegir erfiðleikar

Erfitt

Lækkun

1.198 m

Hám. hækkun

896 m

Trailrank

35

Lágm. hækkun

184 m

Tegund leiðar

Hringur
  • Mynd af Kálfstindar: Kleifur, Norðri og Flosatindur + Þverfell 241020
  • Mynd af Kálfstindar: Kleifur, Norðri og Flosatindur + Þverfell 241020
  • Mynd af Kálfstindar: Kleifur, Norðri og Flosatindur + Þverfell 241020
  • Mynd af Kálfstindar: Kleifur, Norðri og Flosatindur + Þverfell 241020
  • Mynd af Kálfstindar: Kleifur, Norðri og Flosatindur + Þverfell 241020
  • Mynd af Kálfstindar: Kleifur, Norðri og Flosatindur + Þverfell 241020

Tími

8 klukkustundir 6 mínútur

Hnit

2381

Hlaðið upp

5. nóvember 2020

Tekið upp

október 2020

Senda í GPS tækið þitt

Sæktu leiðir frá Wikiloc beint á Garmin, Apple Watch eða Suunto.

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Senda í GPS tækið þitt Senda í GPS tækið þitt
Deila
-
-
896 m
184 m
14,52 km

Skoðað 290sinnum, niðurhalað 11 sinni

nálægt Laugarvatn, Suðurland (Ísland)

Þriggja tinda leið á Kálfstinda með hæsta tindinum sem er næst nyrstur (á eftir mun lægri fjallsbungu norðan við hann sem hlýtur að teljast með Kálfstindunum miðað við legu þeirra í einni línu) og skoti upp á Þverfell í byrjun göngu. Við nefndum tindana á sínum tíma Suðra (sá syðsti), svo Illkleifur þar sem við erum ekki viss hvort hann sé kleifur án hjálpartækja, svo kemur Flosatindur sem er eina þekkta nafnið á öllum tindunum og norðan hans er Kleifur og loks Norðri... en ofan af Norðra sáum við þennan sjötta og í raun nyrsta tindinn (sem við sáum ekki í fyrri ferð fyrir þoku) og við munum finna nafn á hann þegar við göngum á hann - nema við fáum að vita þekkt nöfn á þessa tinda, þá breytum við okkar gögnum :-)

Krefjandi leiðir á alla þrjá tindana í bratta og lausgrýti með móbergi í bland. Best í raun að hafa fyrsta mjúka snjó vetrarins til að spora í þessum fjöllum en annars er þetta vel kleift fyrir alla og krefst bara þolinmæði. Næst glæsilegustu tindar Þingvalla á eftir Botnssúlunum og erfiðleikastigið er í sömu sætum :-)

Ansi sætur sigur á krefjandi degi í miklum vindi og skelfilegum sviptivindum sem reyndi vel á, við tökum ofan fyrir öllum leiðangursmönnum þessarara ferðar :-)

Ferðasaga hér: http://www.fjallgongur.is/tindur209_kalfstindar_241020.htm

Athugasemdir

    Þú getur eða þessa leið