Niðurhal
Toppfarar

Fjarlægð

3,91 km

Heildar hækkun

412 m

Tæknilegir erfiðleikar

Miðlungs

Lækkun

412 m

Hám. hækkun

902 m

Trailrank

25

Lágm. hækkun

512 m

Tegund leiðar

Hringur
  • Mynd af Klukkutindar 271018
  • Mynd af Klukkutindar 271018
  • Mynd af Klukkutindar 271018
  • Mynd af Klukkutindar 271018
  • Mynd af Klukkutindar 271018
  • Mynd af Klukkutindar 271018

Tími

2 klukkustundir 41 mínútur

Hnit

593

Hlaðið upp

29. október 2018

Tekið upp

október 2018

Senda í GPS tækið þitt

Sæktu leiðir frá Wikiloc beint á Garmin, Apple Watch eða Suunto.

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Senda í GPS tækið þitt Senda í GPS tækið þitt
Vertu fyrst/ur til að klappa
Deila
-
-
902 m
512 m
3,91 km

Skoðað 313sinnum, niðurhalað 4 sinni

nálægt Laugarvatn, Suðurland (Lýðveldið Ísland)

Gengið á tvo Klukkutinda, þar af þann hæsta, við frosnar vetraraðstæður. Völdum leið út frá sjónarhorni neðan frá sem okkur leist ágætlega á. Höfðum spáð í norðangilið og vestangilið út frá kortum en svo leist okkur ágætlega á bunguna norðvestan megin í fjallinu þegar ekið var að fjallinu. Brekkan sú var fín til að byrja með en brattnaði þegar ofar leið og varð víðsjárverðari en við áttum von á þegar efst var komið þar sem brekkan var ísilögð og glerhörð á köflum. Jöklabroddar og ísexi var það eina sem dugði og þó vön værum, þá fannst okkur þetta varasamt efst í brekkunni þar sem hallinn var yfir 50 %. Fundum betri leið niður um efri hlutann á norðurgilinu þaðan sem við þveruðum svo í miðri brekku yfir á uppgönguleiðina og komumst þannig upp með að sniðganga brattasta hluta uppgönguleiðarinnar. Ekkert var hægt að sjá um fyrri göngur á Klukkutinda , hvorki á wikiloc né þegar veraldarvefurinn var glöggvaður. Hugsanlega er skásta leiðin upp á klukkutinda austan megin og þá ekið upp á Miðfellsheiðina en sú leið yrði líklega um 16 km báðar leiðir með talsverðum samanlögðum hækkunum/lækkunum... verður gaman að sjá þegar fleiri ganga á þessa tinda og skemmtilegast væri að frétta af ferðum annarra á þá, en mjög líklega hafa fleiri farið á þessa tinda þó ekkert sé um það á veraldarvefnum. NB ef skaflar hefðu verið mjúkir er þessi brekka ekkert mál... en spyja má hvort sumarfæri sé betra því ef brekkan er móbergsklöpp með lausagrjóti rúllandi ofan á eins og færið var neðar, þá er það heldur ekki spennandi færi. Mergjað fjall og kyngimangað útsýni í allar áttir. Með sætari sigrum í sögunni eins og oft áður... ætlum ekki að hætta fyrr en búin að ganga á alla þessa tinda sem þarna eru :-) Sjá ferðasöguna í heild hér: www.fjallgongur.is/t162_klukkutindar_271018

Athugasemdir

    Þú getur eða þessa leið