Skoðað 4490sinnum, niðurhalað 199 sinni
nálægt Prestbakki, Suðurland (Lýðveldið Ísland)
Gengum þann 2. til 5. júlí 2013 leiðina frá Langasjó yfir til Hólaskjóla. Hófum ferðina frá Langasjó með göngu á topp Sveinstinds þar sem útsýni er gjörsamlega priceless jafnvel þó skyggni hafi ekki verið með allra besta móti. Þaðan gengið niður í Skála Útivistar við Sveinstind.
Daginn eftir haldið sem leið liggur um Uxagil og í skála sem kenndur er við Skælinga. Á þessari dagleið þarf að vaða Skaftá í tvígang.
Þriðja daginn farið upp undir topp Gjátinds og þaðan niður í Eldgjá og gengið sem leið liggur að Ófærufossi og síðan áfram niður í skálana við Hólaskjól. Frábær og litrík gönguleið sem óhætt er að mæla með.
Athugasemdir