Niðurhal
hac 1

Fjarlægð

0,39 km

Heildar hækkun

17 m

Tæknilegir erfiðleikar

Auðvelt

Lækkun

1 m

Hám. hækkun

77 m

Trailrank

27

Lágm. hækkun

54 m

Tegund leiðar

Ein leið

Hreyfitími

8 mínútur

Tími

10 mínútur

Hnit

73

Hlaðið upp

2. júlí 2021

Tekið upp

júlí 2021

Rakning í Beinni

Deildu staðsetningu þinni með vinum og ástvinum meðan á hreyfingu stendur.

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Rakning í Beinni Rakning í Beinni
Vertu fyrst/ur til að klappa
Deila
-
-
77 m
54 m
0,39 km

Skoðað 185sinnum, niðurhalað 1 sinni

nálægt Laugar, Norðurland Eystra (Ísland)

Gönguleiðin liggur yfir Laxá hjá rafstöðinni/stíflunni. Hægt er að aka að rafstöðinni og leggja bílnum þar. Því næst er gengið yfir stífluna eftir brú og er þá hægt að njóta mikilfenglegs útsýnis yfir gljúfrið. Laxárgljúfur ganga fram úr Laxárdal og þar eru Laxárstöðvarnar þrjár. Áin er lindá og eru upptök hennar í Mývatni. Laxá rennur um Laxárdal og þaðan í Aðaldal og fellur til sjávar í Skjálfandaflóa. Stöðvarnar nýta um 70m fall árinnar á 1.800 m kafla og er afl þeirra alls 27,5 MW. Við stíflu endann er svo hlið þar sem hægt er að ganga upp á gljúfurbakkann. Þar er gengið í móum eftir kindastíg en þó er mælt með að ganga frekar aðeins hærra þar sem kindastígurinn liggur við gljúfurbarminn og getur verið ótraust að fylgja honum svo nálægt barminum.
Gönguleiðin er létt og skemmtileg og auðveld yfirferðar með útsýni yfir stífluna og Aðaldal. Svæðið er girt af og ekki auðvelt að komast yfir girðinguna til þess að komast lengra eftir gljúfrinu. Ef um lengri göngutúr væri að ræða er hægt að keyra inn Laxárdalinn og leggja bílnum við vegkantinn og koma ofan frá að gljúfrinu og þar með er auðvelt að lengja gönguleiðina eftir gljúfrinu.
Mynd

Rafstöðvarhús/Stífla

 • Mynd af Rafstöðvarhús/Stífla
Gott bílastæði er við rafstöðina.
Á

Laxá

 • Mynd af Laxá
Á

Stífla

 • Mynd af Stífla
Brú

Hliðið til að komast af stíflunni

 • Mynd af Hliðið til að komast af stíflunni
Mynd

Photo

 • Mynd af Photo
Mynd

Séð inn gljúfrin

 • Mynd af Séð inn gljúfrin
Mynd

Rafstöðvarhús/Stífla

 • Mynd af Rafstöðvarhús/Stífla
Mynd

Photo

 • Mynd af Photo
 • Mynd af Photo
Mynd

Photo

 • Mynd af Photo
Mynd

Photo

 • Mynd af Photo

Athugasemdir

  Þú getur eða þessa leið