Vertu fyrst/ur til að klappa
Skoðað 756sinnum, niðurhalað 14 sinni
nálægt Saurbaer, Höfuðborgarsvæði (Ísland)
Við hittumst á bílastæðinu við Húsgagnahöllina kl. 17:55, sameinumst í bíla (ef fólk vill) og keyrum af stað kl. 18. Við keyrum upp á Kjalarnes og beygjum inn Hvalfjarðarveginn og svo afleggjara til hægri rétt áður en komið er að Tíðaskarði. Sjá kort á viðburði af upphafsstað.
Ef þið mætið beint á upphafsstað þá er gott að miða við að vera þar um kl. 18:20 en fer auðvitað eftir umferðinni hvenær bílarnir koma frá Húsgagnahöllinni.
Lokufjallið stendur norðan megin við mynni Blikdals á mótum Kjalarness og Kjósar. Toppurinn á Lokufjalli kallast því skemmtilega nafni, Hnefi. Þar er gott útsýni yfir mynni Hvalfjarðar, Akrafjall og Skarðsheiði og Blikdalurinn er alltaf fallegur.
Vegalengd er um 5 km og hækkun 400 m. Gera má ráð fyrir að gangan taki 2,5 tíma.
Einar Skúlason sér um þessa göngu.
Athugasemdir