Vertu fyrst/ur til að klappa
Skoðað 52sinnum, niðurhalað 5 sinni
nálægt Mosfellsbær, Höfuðborgarsvæði (Ísland)
Hækkun á göngu er rétt rúmir 200 metrar. Að vanda er lagt upp frá höfuðstöðvum Ferðafélags Íslands klukkan 08:30 þaðan sem ekið er í halarófu. Þeir sem koma beint á uppgöngustað mæta við Mosfellskirkju kl. 9:00. Til að komast á staðinn er ekið eftir Vesturlandsvegi í gegnum Mosfellsbæ. Beygt er úr seinasta hringtorginu inn Mosfellsdal og ekið að afleggjaranum að Mosfellskirkju þaðan sem ekið er inn á bílastæði við kirkjuna. Fjallið er 285 metrar þar sem það er hæst. Reiknað er með að gangan, sem er um 5 kílómetrar, taki þrjá tíma.
Athugasemdir