Niðurhal
hac 1

Fjarlægð

5,92 km

Heildar hækkun

107 m

Tæknilegir erfiðleikar

Auðvelt

Lækkun

89 m

Hám. hækkun

62 m

Trailrank

42

Lágm. hækkun

14 m

Tegund leiðar

Ein leið

Hreyfitími

ein klukkustund 33 mínútur

Tími

2 klukkustundir 18 mínútur

Hnit

1073

Hlaðið upp

1. júlí 2021

Tekið upp

júlí 2021

Leiðsögn úti í náttúrunni

Fylgdu milljónum útisvistarleiða í snjallsímanum. Jafnvel án nettengingar!

Sækja Wikiloc Premium Uppfæra til að fjarlægja auglýsingar
Leiðsögn úti í náttúrunni Leiðsögn úti í náttúrunni
Deila
-
-
62 m
14 m
5,92 km

Skoðað 405sinnum, niðurhalað 5 sinni

nálægt Raufarhöfn, Norðurland Eystra (Ísland)

Ólafsvatn er eitt af stærstu stöðuvötnum á Austur-Sléttu um 0,2 ferkílómetrar að stærð. Vatnið er staðsett í ósnortinni náttúru og var svæðið lengi vel griðastaður álftapars sem lögðu leið sína þangað ár hvert til að hreiðra um sig. Ólafsvatn er auðugt af dýralífi en silungur er í vatninu og stundum má sjá tófuspor leynast á bakkanum. Fuglalíf er einnig mikið og sækja ýmsar fuglategundir með ungana sína á vatnið yfir sumartímann, í sinn fyrsta sundsprett.
Gangan hefst á bílastæðinu við gömlu spennustöðina og þaðan er haldið suður stíginn upp Nónásinn. Gengið er meðfram girðingunni þar til komið er að gömlum rústum. Rústirnar eru leifar af bröggum sem reistir voru af breskum hermönnum í seinni heimstyrjöldinni og höfðu hermennirnir aðsetur í bröggunum yfir þann tíma sem þeir voru staðsettir á Raufarhöfn. Frá rústunum er gengið í átt að stiganum sem fer yfir girðinguna og haldið áfram vestur. Leiðin liggur að Miðásnum og meðfram honum. Sunnan við Miðásinn er falleg laut þar sem kjörið er að setjast niður og nesta sig áður en ferðinni er haldið áfram. Frá lautinni er gengið í smá spöl til viðbótar meðfram Miðásnum og í átt að Kerlingarhömrum. Fljótlega eftir að komið er framhjá Kerlingarhömrum þá er Ólafsvatnið vel sýnilegt og einungis smá ganga þar til áfangastaðnum er náð. Gönguleiðin er bæði á stígum og á slóðum en þegar nálgast fer vatnið þá liggur hún í gegnum þúfótt mýrasvæði. Því er öruggast að vera í stígvélum eða í vatnsheldum skóm svo að fæturnir blotni ekki á leiðinni.
Rústir

Braggar

 • Mynd af Braggar
Um haustið árið 1940 þá byggði breski herinn bragga uppi á ásnum vestan við Raufarhöfn. Þarna urðu þeirra höfuðstöðvar sem voru nokkuð stórar, líklega um það bil 10 til 15 braggar og tilheyrandi búnaður. Einn bragginn var eldhús og geymsla undir matvöru. Þar voru geymdar ýmsar kræsingar sem óþekktar voru á borðum heimamanna líkt og ávextir, grænmeti og niðursuðumatur. Annar braggi var samkomusalur þar sem hermennirnir horfðu á bíómyndir og fengu krakkarnir stundum að horfa á með þeim. Bretarnir bjuggu í bröggunum þar til að bandaríski herinn kom árið 1943, en þá var farið að styttast í veru breska hersins hér á landi. Bresku hermennirnir og þeir bandarísku bjuggu saman í bröggunum í nokkra mánuði áður en Bretarnir yfirgáfu staðinn. Kaninn var staðsettur á Raufarhöfn þar til að stríðinu lauk árið 1945 og stóðu braggarnir mannlausir eftir það. Braggarnir brunnu síðan að sumarlagi fljótlega eftir að hermennirnir fóru, enginn veit hvað gerðist en talið er að það hafi verið kveikt í þeim. Mörgum árum eftir að stríðinu lauk þá kom einn hermaðurinn aftur til Raufarhafnar og fór upp á ás til að skoða gamlar slóðir. Maðurinn hét Sidney og tók hann leifar af gamalli hurð af eldavél, til minningar um tímann sem hann varði á staðnum.
Lautarferð

Lautin í Miðási

 • Mynd af Lautin í Miðási
 • Mynd af Lautin í Miðási
Fallegt útsýni

Kerlingahamrar

 • Mynd af Kerlingahamrar
 • Mynd af Kerlingahamrar
 • Mynd af Kerlingahamrar
 • Mynd af Kerlingahamrar
 • Mynd af Kerlingahamrar
Stöðuvatn

Ólafsvatn

 • Mynd af Ólafsvatn
 • Mynd af Ólafsvatn
 • Mynd af Ólafsvatn

Athugasemdir

  Þú getur eða þessa leið