Moving time  3 klukkustundir 57 mínútur

Tími  8 klukkustundir 34 mínútur

Hnit 2745

Uploaded 24. júní 2018

Recorded júní 2018

-
-
487 m
17 m
0
3,9
7,8
15,59 km

Skoðað 215sinnum, niðurhalað 9 sinni

nálægt Saurbaer, Höfuðborgarsvæði (Lýðveldið Ísland)

Pílagrímaganga á jónsmessu 2018 um Síldarmannagötur með K Huldu Guðmundsdóttur á Fitjum. Lagt upp frá vörðunni Guðjóni í Hvalfjarðarbotni og gengið til norðurs um Síldarmannagötur að Vatnshorni við Skorradalsvatn og þaðan að Fitjum.
Þægileg og róleg ganga undir leiðsögn Huldu á Fitjum.
Að leiðarlokum var boðið uppp á pílagrímasúpu og heimareyktan silung frá Fitjum. Samverunni lauk síðan með notalegri stund í Fitjakirkju.
Takk fyrir mig!
 • mynd af Guðjón (varðan)
Leiðin um Síldarmannagötur liggur upp frá vörðu, sem ber nafnið Guðjón innarlega við Botnsvoginn, vestan Brunnár. Leiðin liggur stall af stalli í krákustígum upp á flatann til móts við Þyril.
 • mynd af Við runnann
 • mynd af Við runnann
 • mynd af Við runnann
Kynning þátttakenda við upphaf göngu
 • mynd af Útsýni
Útsýni til Botnsdals, Hvalfells og Botnssúlna
 • mynd af Útsýni
Horft út Botnsvog og Hvalfjörð
 • mynd af Hádegisverður
 • mynd af Hádegisverður
Hér eru pílagrímar langt komnir með að klífa upp á fjallið og slegið upp hádegisverði. Síminn átti erfitt með að fanga birtuna - svona "á móti sól"
 • mynd af Vörður
Varða á vegi - hér erum við kominn upp á heiðina á hæð við koll Þyrils
 • mynd af Bláskeggsá
 • mynd af Bláskeggsá
 • mynd af Bláskeggsá
 • mynd af Bláskeggsá
 • mynd af Bláskeggsá
Leiðin um Síldarmannagötur liggur tvisvar yfir Bláskeggsá - hér er fyrra vaðið. Á áreyrunum fannst hreiður með einu eggi rétt hjá einum pílagrímanna, sem til allrar mildi skaðaði ekki eggið.
 • mynd af Vatnaskil
 • mynd af Vatnaskil
Hér er farið að sjást til fjalla Borgarfjarðar - framundan er Okið og Oköxlin og hópurinn staddur á vatnaskilum. Við Tvívörðu liggur hæsti punktur á leiðinni, skv kortabókinni 487 m.y.s. og mældi síminn minn sömu hámarkshæð.
 • mynd af Við Tvívörður
 • mynd af Við Tvívörður
 • mynd af Við Tvívörður
 • mynd af Við Tvívörður
Frá Tvívörðum er skemmtilegt útsýnið, sérstaklega til fjallanna í austri - frá Oki um jöklana - Geitlandsjökul, Þórisjökul, suðurhlíðar Langjökuls, Jarlhettur, Hlöðufell, Skjaldbreiður, Hvalfell og Botnssúlna ásamt fleiri fjöllum nær og fjær.
 • mynd af Tvívarða
 • mynd af Við vegamót
 • mynd af Við vegamót
Kaffipása tekin við ásinn hjá vegprestinum sem sýnir Vatnshorn og framdalinn
 • mynd af Hlið
 • mynd af Hlið
Þegar halla fór niður til Skorradals og leiðin lá um hlið á afréttargirðingu fór aðeins að súlda á hópinn
 • mynd af Skorradalur, brún og útsýni
 • mynd af Skorradalur, brún og útsýni
Horft niður til Fitja og Skorradals - hér var farið að rigna. Hópurinn taldi sig ljónheppinn, gott og milt gönguveður allan daginn og ekki fór að rigna fyrr en síðustu kílómetrana, þrátt fyrir veðurspár
 • mynd af Varða ofan Vatnshornsbæjarins
Síldarmannagötur liggja ofan af Botnsheiði niður að Vatnshorni og hér er hópurinn við það að stilla sér upp til hópmyndatöku
 • mynd af Fitjaá
 • mynd af Fitjaá
Hulda á Fitjum að kanna vaðið á Fitjaánni og hópurinn fylgdi síðan á eftir, hressandi fótabað undir lok leiðarinnar.
 • mynd af Pílagrímasúpa á Fitjum
 • mynd af Pílagrímasúpa á Fitjum
Hér eru frekar lélagar myndir teknar á nærri rafmagnslausann símann heima á Fitjum, þar sem þær stöllur Hulda Guðmundsd og Inga Björnsd töfruðu fram frábæra pílagrímasúpu og buðu upp á heimakrásir, eigin birkireyktan silunginn úr Skorradalsvatni og salat með reyktum silungi. Dýrðarveitingar að lokinni pílagrímagöngu um 15,6 km um Síldarmannagötur

Athugasemdir

  You can or this trail