Tími  2 klukkustundir 31 mínútur

Hnit 410

Uploaded 12. maí 2016

Recorded maí 2016

-
-
263 m
110 m
0
1,1
2,2
4,34 km

Skoðað 1349sinnum, niðurhalað 20 sinni

nálægt Reykholt, Vesturland (Lýðveldið Ísland)

Gengið upp með Rauðsgili.
Gott er að leggja við malarnámu í landi Steindórsstaða vestan við gilið, þar er hlið sem gangandi er heimil för um. Gömlum vegslóða - vesturhluta Okvegar hins forna - fylgt upp að mestu (ef marka má kort er fylgir umfjöllun um Hálsahrepp í II hefti í bókaflokknum Byggðir Borgarfjarðar). Gengið framhjá tóttum Þórishóls og gilbarmi fylgt að mestu þaðan. Þar sem ég raskaði ró hrafnsins, sleppti ég þó gilbrúninni þar sem hann hélt sig. Ég staldraði við flesta fossa á uppleiðinni, truflaði gæsapar þegar leiðin var u.þ.b. hálfnuð og steindepil við vörðuna. Gekk að ónefndum fossi sem er þar rétt fyrir ofan, en Ólafsfoss er næsti nafngreindi foss þar fyrir ofan og síðan kemur Tröllafoss, mynda þá síðar.
Ég drollaði töluvert við myndatökur, þannig að heildartíminn er villandi og eins og fram kemur í ath. hér fyrir neðan, er slelkha í hæðarmælingum.
 • mynd af Sandgryfja
Sandgryfja
 • mynd af Þórishóll
Tótt á vesturbarmi Rauðsgils, mögulega forn byggð, hér voru fjárhús frá Steindórsstöðum fram yfir 1930.
 • mynd af Gilbarmur
Gengið að barmi Rauðsgils, og útsýnis notið - til byggðar og upp með gilinu. Truflaði krumma á þessu svæði og hélt mig til hlés við gilið þar til ég kom til móts við grenilundinn á eystri barminum, í landi Rauðsgils.
 • mynd af Við grenilund
Við grenilund
Þessi foss held ég að heiti Laxfoss - einn margra fossa upp Rauðsgilið
 • mynd af Bæjarfoss
Fossinn skammt fyrir ofan Laxfoss held ég að heiti Bæjarfoss
 • mynd af Einiberjafoss
Næst efsti fossinn, sem ég gekk að er Einiberjafoss
 • mynd af Hermannssteinn / varðan
 • mynd af Hermannssteinn / varðan
Hermannssteinn /varðan stendur við vestur hluta Okvegar (miðað við kort í Byggðum Borgarfjarðar í kafla um Hálsasveit), skammt norðan við Ólafsfoss. Þessa leið gætu Gissur jarl og hans menn hafa riðið, 23. september 1241 þegar hann ásamt fylgdarliði sínu riðu til Reykholts til þess að fella Snorra Sturluson - fyrrum tengdaföður Gissurar. Gott að tyrrverandi tengdasynir eru heldur friðsamari nú til dags. Hef reyndar frétt löngu eftir að ég gekk þessa leið að gamla leiðin hafi legið niður með Rauðsgili að austan verðu, en reiðgatan "flutt" vestur yfir, líklega í kringum gerð Svæðisskiplags Borgarfjarðarsveitar og liggur leiðin um slóða frá Steindórsstöðum, sem liggur að Sandvatni ofan við Steindórsstaðaöxlina. Þannig að Gissur Þorvaldsson og félagar hafa horft heim að Reykholti og vígi Snorra Sturlusonar austan ár en ekki vestan.
 • mynd af Ónefndur foss
Þessi fallegi litli foss munvíst ekki hafa neitt nafn. Hann er rétt fyrir ofan vörðuna/Hernannsstein og vestur hluti Okvegar lá yfir gilið skammt fyrir ofan fossinn.

1 comment

 • mynd af thorunnreykdal

  thorunnreykdal 13.5.2016

  Ég á eftir að finna út úr því hvernig ég leiðrétti hæð yfir sjávarmáli, - Wikiloc bætir ca 60 m við hæðina - en innbyrðis hækkun ætti að vera rétt :-)

You can or this trail