Vertu fyrst/ur til að klappa
Skoðað 427sinnum, niðurhalað 1 sinni
nálægt Reykjahlíð, Norðurland Eystra (Ísland)
Gengið á Sellandafjall í byrjun ágúst. Track-ið er aðeins aðra leiðina þar sem síminn dó uppi og mældi enga hækkun en toppurinn er í 998 m.y.s. og það er þá um 620 metra hækkun.
Við upphaf leiðarinnar er ágætis útskot fyrir bíla á svæði sem er annars talsvert viðkvæmt fyrir akstri utanvega. Hvet fólk til þess að hafa það í huga og aka ekki utan vega undir neinum kringumstæðum.
Gangan sjálf er óstikuð og ómerkt. Best að fara upp eins og manni finnst þægilegast og hafa leiðina aðeins til viðmiðunnar.
Útsýnið gefur manni allt norðanvert hálendi Íslands á góðum degi ásamt Mývatnssveit.
Athugasemdir