Skoðað 2971sinnum, niðurhalað 28 sinni
nálægt Brekkuvellir, Vestfirðir (Lýðveldið Ísland)
Gangnaleið í smalamennskum á Barðaströnd 26. sept. 2012. Farið var upp vestan megin við Siglunesána,upp að Stekkjavatni og að Siglárdal. Þaðan upp á Flatafjall. Þar eru víða Grettistök. Gekk að stóru og löngu gljúfri (sem tilheyra aðal upptökum Hreggstaðaárinnar) og sá þaðan vel yfir Kringludal og Veturlönd. Eins yfir að Hálsi sem skilur frá Holtsdal og svo sást vel yfir á Hreggstaðanúp og Hjallann. Hjallar voru gengnir niður með Hreggstaðaánni og náðist með herkjum að stikla yfir hana þurrum fótum. Féð rann yfir í hlíðina austan megin í dalnum og þar upp undir kletta. Þurfti því að þvera dalinn og ganga bratta hlíðina. Göngumenn sem fóru ofar þeas á Hjallanum komu svo niður austar og á móti fénu og náðist það þannig niður á grundir við skemmuna ofan við Klakksker.
Þórður G Ólafsson 23. nóv. 2013
Göngumenn á leið upp frá Siglunessánni.Aðeins sést í Hreggstaðamúlann til vinstri, svo í Klakksker og utar Selsker. https://is.wikiloc.com/fjallaferd-slodir/siglunes-hreggstadir-26-sept-12-5672061/photo-3012575
Þórður G Ólafsson 23. nóv. 2013
Hér sést heim Hreggstaðadalinn, Grenishjalli til hægri en til vinstri Hreggstaðamúli og Hjallinn fyrir neðan. https://is.wikiloc.com/fjallaferd-slodir/siglunes-hreggstadir-26-sept-12-5672061/photo-3012576
Þórður G Ólafsson 23. nóv. 2013
Grenishjalli og líklega Miðaftansfoss. https://is.wikiloc.com/fjallaferd-slodir/siglunes-hreggstadir-26-sept-12-5672061/photo-3012581
Þórður G Ólafsson 23. nóv. 2013
Fallegt Grettistak. https://is.wikiloc.com/fjallaferd-slodir/siglunes-hreggstadir-26-sept-12-5672061/photo-3012579
Þórður G Ólafsson 23. nóv. 2013
Gæti verið Arinbjarnarfoss. https://is.wikiloc.com/fjallaferd-slodir/siglunes-hreggstadir-26-sept-12-5672061/photo-3012577
Þórður G Ólafsson 23. nóv. 2013
Féð rekið í hlíð Hreggstaðanúps. Selsker í fjarska. https://is.wikiloc.com/fjallaferd-slodir/siglunes-hreggstadir-26-sept-12-5672061/photo-3012583