Vertu fyrst/ur til að klappa
Skoðað 573sinnum, niðurhalað 21 sinni
nálægt Hveragerði, Suðurland (Ísland)
Sköflungur er móbergshryggur á mótum Mosfellsheiðar og Grafnings, í útjaðri Hengladalafjalla. Hann er reisulegur en þó heldur minni en, nafni hans og bróðir sem er á afrétt norðaustanmegin Skjaldbreiðar. Gangan á Sköflung er bráðskemmtileg og útsýnið fallegt.
Gengið er eftir ómerktum slóðum um á léttum slóðum um móa og mela til skiptis þangað til hækkunin hefst. Gangan á hryggnum sjálfum er erfiðari þar sem farið er eftir þröngum, grýttum og sums staðar torsóttum slóða, og hlíðar á báðar hliðar. Það er því gott að vera með göngustafi á þessari leið.
Hist er á bílastæði Húsgagnahallarinnar og sameinast í bíla ef fólk vill. Keyrt af stað þaðan kl. 18.
Ekið er eftir Nesjavallavegi (nr. 435) og lagt á bílastæði til móts við Sköflung. Bílastæðið er ekki merkt sérstaklega.
Vegalengd göngu er 6-7 km, hækkun 300 m. Gangan tekur 2,5 tíma.
Athugasemdir