-
-
209 m
44 m
0
1,4
2,7
5,4 km

Skoðað 16sinnum, niðurhalað 0 sinni

nálægt Grindavík, Suðurnes (Ísland)

Á sunnudaginn 14 febrúar liggur leið beggja hópa Fyrsta skrefsins á Stóra-Skógfell sem er norðaustur af Þorbirni. Að þessu sinni hittumst við á bílastæði Bláa lónsins kl. 10:30. ATH breyttur tími vegna veðurs. Til að komast þangað er ekið vestur Reykjanesbraut og þverbeygt og haldið áleiðis til Grindavíkur (Vegur 43). Beygt er inn veginn að Bláa lóninu og safnast saman á bílastæðinu næst veginum. Þaðan höldum við í halarófu til baka og beygjum aftur inn á Grindavíkurveg (43) og ökum norður hann um það bil 1,8 kílómetra. Þar er afleggjari sem sést illa. Biðskyldumerki er þar og gamalt hlið. Ökum 700 metra eftir malarveginum þar til komið er að upphafsstað göngunnar, skammt frá Arnarsetri, áberandi hraunstrýtu. Gangan hefst kl. 10:50.
Við göngum yfir Skógfellshraun að Stóra-Skógfelli um fallega hrauntröð. Fjallið er aðeins 180 metra hátt en á því eru tveir hnúkar sem báðir verða toppaðir.
Gangan er létt og á flestra færi, Heildarhækkun er rúmir 200 metrar. Útsýni af toppnum er gott.
Haukurinn verður á sínum stað auk kórsins. Þá verður Óli með sögustund að vanda.
Reiknað er með að gangan taki 2,5 tíma. Muna staðgott nesti og heitt á brúsa. Broddar og vosklæði eru staðalbúnaður.

Athugasemdir

    You can or this trail