Vertu fyrst/ur til að klappa
Skoðað 243sinnum, niðurhalað 5 sinni
nálægt Hveragerði, Suðurland (Ísland)
Gekk þessa leið í sól og góðu veðri, 10 km á rúmum 3 klst. Þrengslavegurinn er ekinn og það er stuttur afleggjari til vinstri eftir ca 8 km akstur. Tuttugu og fimm mín akstur frá Rvík, Ártúnsholti. Landslagið er dásamlegt. Stóri Meitill er flottur gígur. Maður drekkur í sig náttúruna. Nauðsynlegt að vera á „Esjubroddum“ í svona vetrarfæri (ekki jöklabroddum). Fór í byrjun upp gil sem í var nokkuð harður og frekar brattur snjóskafl. Fór einnig þar niður. Nær bílastæðinu er greinilega troðningur, zik-zak í hlíðinni, upp fyrsta brattann. Þar hefði ég væntanlega getað farið upp/niður.
Athugasemdir