Skoðað 689sinnum, niðurhalað 8 sinni
nálægt Mosfellsbær, Höfuðborgarsvæði (Ísland)
Gengið frá bílaplani við Móskarðshnjúka eftir Svínaskarðsvegi upp í há skarð. Þaðan utan í Skálafellsöxl á topp Skálafells. Þá var snúið við og gengið til baka fram af Skálafellsöxlinni. Hún er svolítið brött en ekki hættuleg. Eftir að niður af öxlinni er komið er stefnan tekin á Stardalshnjúka og þeir gengnir. Það var þekkt klettaklifursvæði hér áður fyrr. Í restina voru Þríhnjúkar gengnir niður að bílaplani.
Ein af mörgum dysjum sem ferðamenn lögðu stein í til að tryggja sér örugga ferð um heiðarvegi.
Athugasemdir